Sundlaugarvörður í sjúkraþjálfun Grensási
VILTU VINNA Í 75% DAGVINNU, VIRKA DAGA? Við leitum eftir liðsmanni til starfa í sjúkraþjálfun og sundlaug Grensás. Starfið er tvíþætt og skiptist milli þess að starfa sem sundlaugarvörður og sem sérhæfður starfsmaður sjúkraþjálfunar.
Í sjúkraþjálfun Grensási starfa um 20 starfsmenn í þverfaglegu teymi og sinna fjölbreyttri og sérhæfðri endurhæfingu sjúklinga m.a. með skaða í miðtaugakerfi, fjöláverka, aflimanir auk almennrar endurhæfingar.
Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Velkomið að kíkja í heimsókn, áhugasamir hafið samband við Ídu Braga, yfirsjúkraþjálfara.
Starfshlutfall er 75%, unnið er í dagvinnu, virka daga. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1.september 2023.
- Móttaka og skráning í þjálfun/ sund
- Aðstoðar sjúkraþjálfara við meðferð og sinnir eftirliti í tækjasal
- Aðstoð og eftirlit við sundlaugargesti í búningsklefum og sundlaugarsvæði
- Umsjón með rekstarvörum og frágangur á þjálfunar/ laugarsvæði
- Önnur tilfallandi verkefni
- Reynsla af umönnunarstörfum er æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi
- Sjálfstæði og skipulagshæfni í vinnubrögðum
- Metnaður og frumkvæði í starfi
- Hæfnispróf fyrir laugarverði er tekið eftir að viðkomandi hefur hafið störf
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Strfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður