Aðstoðardeildarstjóri á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma
Við leitum að öflugum og framsæknum liðsmanni í fjölbreytt, krefjandi og skapandi starf á frábærum vinnustað.
Deildin sérhæfir sig í móttöku, meðferð og endurhæfingu sjúklinga með geðrofssjúkdóma. Áhersla er lögð á batamiðaða þjónustu, stuðning við aðstandendur og skaðaminnkandi nálgun í allri meðferðarvinnu. Mikið er unnið í teymisvinnu og mörg tækifæri gefast til að vaxa í starfi. Á deildinni ríkir einstaklega góður starfsandi og er rík áhersla lögð á að nýtt starfsfólk fái vandaða aðlögun.
Unnið er í vaktavinnu og starfshlutfall er 80-100%. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en 1. júlí 2023
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Skipuleggur móttöku og verknám hjúkrunarfræðinema
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheilda
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Einlægur áhugi á geðhjúkrun og skaðaminnkun skilyrði
- Jákvætt hugarfar og framúrskarandi samskiptahæfni skilyrði
- Færni til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og forgangsraða verkefnum
- Metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Góð tölvukunnátta og færni í skráningu
- Reynsla af stjórnun og forystu æskileg
- Reynsla af hjúkrun einstaklinga með samslátt vímuefna- og geðvanda æskileg
- Þekking á verkefnastjórnun og umbótastarfi kostur æskileg
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun