Viltu vera á skrá? Hjúkrunarfræðingur með starfsleyfi
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör.
Veitt er markviss og einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur? Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.
- Störf við verkefni sem standa í tvo mánuði eða skemur
- Störf við afleysingar sem ekki er ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt
Í boði eru störf vítt og breitt um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Vinsamlega skráið í "Annað" reitinn óskir um svið/deild.
Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um þær sérstaklega.
- Skipuleggja, skrá og veita hjúkrunarmeðferð
- Veita markvissa fræðslu til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka og innleiðing nýjunga innan hjúkrunar
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og vilji til að vinna í teymi
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Upphafsdagur starfa sem og starfshlutfall er samkomulag.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.