Sumarstörf 2023 - Býtibúr
Við leitum eftir jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingum til starfa í býtibúr Landspítala sumarið 2023.
Í boði eru störf víða um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Ekki verða auglýst sumarstörf sérstaklega niður á deildir/þjónustukjarna svo vinsamlega skráið óskir um deildir/ þjónustukjarna í reitinn "annað" neðst á umsóknareyðublaðinu og forgangsraðið þar sem númer eitt er fyrsta val.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
- Umsjón býtibúrs
- Ýmis þrif á deild
- Aðstoða við máltíðir sjúklinga
- Pantanir og frágangur á vörum
- Önnur tilfallandi störf í samráði við deildarstjóra
- Jákvæðni og lipurð í samskiptum
- Stundvísi, sveigjanleiki
- Þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta
- Einstaklingur þarf að hafa náð 20 ára aldri að lágmarki
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins.
Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá þar sem nám og fyrri starfsreynsla er tilgreind.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Athugið að um tímabundna afleysingu er að ræða, allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og þarf að sækja um sérstaklega.
Stjórnendur hafa samband við þá umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða í viðtal, öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum.
Nánari upplýsingar um störfin veita eftirfarandi mannauðsstjórar :
Skurðstofur og gjörgæsla, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, elfahg@landspitali.is, 543 7254
Geðþjónusta, Sigríður Edda Hafberg, shafberg@landspitali.is, 543 4453
Hjarta- og æðaþjónusta/ Skurðlækningaþjónusta, Anna Dagný Smith, annads@landspitali.is, 543 3013
Krabbameinsþjónusta, Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, elfahg@landspitali.is, 543 7254
Lyflækninga- og bráðaþjónusta, Sigríður Edda Hafberg, shafberg@landspitali.is, 543 4453/ Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 543 1787
Kvenna- og barnaþjónusta, Hrönn Harðardóttir, hronhard@landspitali.is, 897 5600
Klínísk rannsókna- og stoðþjónusta, Elías G. Magnússon, eliasg@landspitali.is, 825 3603
Öldrunar- og endurhæfingarþjónusta, Bára Benediktsdóttir, baraben@landspitali.is, 543 1787
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, almenn störf, þjónustustörf