Heilbrigðisgagnafræðingur í geðþjónustu Landspítala
Við viljum ráða til starfa heilbrigðisgagnafræðing sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi. Viðkomandi mun hafa mun hafa yfirumsjón með verkefnum heilbrigðisgagnafræðinga geðþjónustunnar ásamt því að sinna starfi heilbrigðisgagnafræðings.
Við leitum eftir einstaklingi sem er lausnamiðaður og með framúrskarandi samskiptahæfni til að sinna ýmsum verkefnum er lúta að skipulagi og utanumhaldi starfa heilbrigðisgagnafræðinga. Starfið er laust 1. september 2022 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Umsjón með vinnuskipulagi heilbrigðisgagnafræðinga
- Leiða þjónustu heilbrigðisgagnafræðinga og sjá um ákveðna þætti starfsmannahalds
- Almenn störf heilbrigðisgagnafræðings s.s. umsjón og yfirsýn sjúkraskrárskrifa
- Vöktun á sendingum dómsskjala og eftirlit með skráningu þvingandi meðferðar
- Kennsla og þjálfun heilbrigðisstétta í notkun rafrænnar sjúkraskrár
- Vinna í þverfaglegum meðferðarteymum
- Íslenskt starfsleyfi sem heilbrigðisgagnafræðingur
- Víðtæk reynsla af störfum heilbrigðisgagnafræðings
- Frumkvæði, skapandi hugsun og faglegur metnaður í starfi
- Þátttaka og þróun í upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá sviðsins
- Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Framúrskarandi tölvukunnátta
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisgagnafræðingur