Spurt og svarað um inflúensu
Inflúensa er alvarlegur sjúkdómur, sérstaklega hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Hún getur auðveldlega borist á milli einastaklinga og smitað mjög marga á stuttum tíma eins og við sjáum á hverjum vetri. Sjúklingar sem eru með hjarta eða lungnasjúkdóma eða aðra alvarlega undirliggjandi sjúkdóma eru í meiri hættu á að fá alvarlegar sýkinga vegna inflúensunnar og bakteríulungnabólgu í kjölfarið. Almennt eykst dánartíðni töluvert meðan og fyrst á eftir að inflúensufaraldrar ganga yfir. Áætlað er að milli 12 000 og 56 000 auka dauðsföll verði vegna inflúensu á hverju ári í Bandaríkjunum.
Já, það er sérstaklega er mælt með því að ófrískar konur láti bólusetja sig til að minnka líkur á að þær verði alvarlega veikar á meðgöngu (sumir stofnar hafa verið sérstaklega erfiðir fyrir ófrískar konur) og eins til að hindra að barnið geti smitast fyrst eftir fæðingu.