FELLUR NIÐUR VEGNA AÐSTÆÐNA Í SAMFÉLAGINU.
Í dag kl. 13:00-14:30: Liðskipti í hné.
Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði vegna smitgátar.
Yfir vetrarmánuðina er hópfræðsla fyrir liðskiptasjúklinga á Landspítala.
Hópfræðslan er annan hvern fimmtudag, til skiptis um hné og mjöðm.
Sjúkraþjálfari, næringarfræðingur og hjúkrunarfræðingur fræða um undirbúning liðskiptaaðgerðar, aðgerðina sjálfa og meðferðina á eftir.
Hópfræðslan er öllum opin og sjúklingar eru hvattir til að taka með sér aðstandanda.
Ítarefni: Gerviliður í hné (myndskeið og fræðsla)