"Hugum að velferð og grósku" er yfirskrift „Geðdagsins“ 5. maí 2024. Ágripum þarf að skila í síðasta lagi í dag.
Geðdagurinn er þverfagleg ráðstefna geðþjónustu Landspítala. Óskað er eftir ágripum um rannsóknir eða verkefni sem fjalla um velferð og grósku í geðheilbrigðisþjónustu. Þau geta fjallað um rannsóknir, nýsköpunarverkefni, samstarf, öryggi, umhverfi og meðferðir í þjónustu einstaklinga með geðvanda.