Mánuðurinn allur, gulur september, er tileinkaður vitundarvakningu um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Í tengslum við átakið í ár voru búin til spjöld þar sem farið er yfir grunnskrefin annars vegar í endurlífgun og hins vegar í sálrænni skyndihjálp.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Kristófer Kristófersson, hjúkrunarfræðing á geðgjörgæslu Landspítala, sem segir nánar frá gulum september.