Málþingið er ætlað stofnunum og hagsmunaaðilum sem starfa á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins í þeim tilgangi að skapa sameiginlega sýn um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar (deprescriping). Markmið málþingsins er að skapa framtíðarsýn fyrir árið 2030 og forgangsröðun fyrir árið 2024 á Íslandi.
Þátttakendur hafa verið valdir af undirbúningsnefnd og eru víðs vegar af landinu. Nánari upplýsingar um staðsetningu, dagskrá og skráningu á málþingið verða sendar út í haust.