Frá farsóttanefnd um takmarkanir á heimsóknum:
Frá og með hádegi í dag, fimmtudaginn 11. ágúst 2022, verður reglum um heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga á legudeildum breytt á eftirfarandi hátt:
1. Á tímabilinu 16:30-19:30 virka daga og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar mega koma fleiri en einn gestur til hvers sjúklings en aðeins einn í einu nema gesturinn þurfi fylgdarmann.
2. Gestir skulu bera skurðstofugrímu og ekki koma ef þeir hafa einkenni um sýkingu.
3. Deildir geta aðlagað tímasetningar að vild og einnig gert undanþágur frá þeirri meginlínu sem hér er dregin.
4. Sérstök athygli er vakin á því að þessar reglur eiga við legudeildir eingöngu en ekki bráðamóttökur. Viðvera aðstandenda á bráðamóttöku er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og með leyfi stjórnenda.