Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:
Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.
Tilkynningar og áréttingar dagsins
Engar sérstakar tilkynningar í dag frá farsóttanefnd og viðbrgaðsstjórn..
1. Á Landspítala eru nú:
25 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid 19 – 44 frá upphafi III bylgju faraldursins
- Þar af 3 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
998 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar
83 starfsmenn eru í sóttkví A
26 starfsmenn eru í einangrun