Aðalfundur Spítalans okkar 2020 verður haldinn þriðjudaginn 9. júní í Nauthól, Nauthólsvík, og hefst kl. 16:00. Fundarstjóri verður Ásta Möller, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi alþingismaður.
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.
Að loknum aðalfundarstörfum verða flutt tvö erindi:
„Skyggnst inn í meðferðarkjarnann“ - Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt
„Hlutverk meðferðakjarna á tímum farsóttar“ - Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala
Lokaorð flytur María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.