Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð hafa boðið markaðasleyfishafanum, BlueBird Bio, sem markaðssetur lyfið Zynteglo*, í sameiginleg norræn samningskaup. Zynteglo verður því fyrsta nýja lyfið sem kemur til greina að semja um í sameiginlegum norrænum samningskaupum.
Fulltrúi frá hverju landi tekur þátt í samningaviðræðunum, sem munu væntanlega hefjast í júní nk. Markmiðið er að hafa sameiginlega samningsskilmála fyrir Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð. Hvort lyfjameðferðin verður tekin upp og greiðsluþátttaka samþykkt verður síðan ákveðið í hverju landi fyrir sig.
Með samvinnunni er vonast eftir ásættanlegu lyfjaverði og með því auka möguleika á því að lyfið verði aðgengilegt á öllum Norðurlöndunum.
Umsóknarferli fyrir notkun lyfsins er ekki hafið á Íslandi. Upptaka lyfsins er háð þörfinni fyrir lyfinu, kostnaði þess og hvort hann rýmist innan fjárlagaliðarins. Til að Zynteglo sé samþykkt á Íslandi þarf lyfið að hafa verið tekið í notkun á Norðurlöndum auk þess sem samþykki Lyfjanefndar Landspítala og staðfesting lyfjagreiðslunefndar um greiðsluþátttöku þarf að liggja fyrir. Þess má geta að samnorræn heilsuhagfræðileg greining liggur fyrir um meðferðina, sem er framkvæmd af FINOSE, en Íslendingar hafa aðgang að þessari greiningu.
* Zynteglo er genameðferð fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára með ættgengt beta-dvergkornablóðleysi háð blóðgjöf sem er ekki með β0/β0-arfgerð. Sjúkdómurinn orsakast af skorti á hemoglóbúlíni og núverandi meðferð krefst margra blóðgjafa
Hér fyrir neðan má sjá ferli í hverju landi fyrir sig.
Í Noregi:
Í Danmörku:
Í Svíþjóð:
https://www.janusinfo.se/nationelltinforandeavlakemedel/nyheter
Í Finlandi:
Sjá einnig fréttina hér: