Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala
4. apríl 2020
1. Tilkynningar um sértækar ráðstafanir/tilmæli á Landspítala vegna Covid-19 í dag
a. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn hafa nú beint þeim tilmælum til fæðingarþjónustunnar að takmarka frekar viðveru aðstanda fæðandi kvenna í fæðingarferlinu. Þannig er nú gert ráð fyrir að aðstandandi geti verið með hinni fæðandi konu í 1-2 klukkustundir fyrir fæðingu og 1-2 klukkustundir í kjölfar fæðingar.
Nánari upplýsingar er að finna hér.
b. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn vilja upplýsa starfsmenn sem bíða niðurstöðu sýnatöku vegna Covid-19 að nokkur töf getur orðið á upplýsingum um neikvæðar niðurstöður sýna. Úrvinnsla gagna vegna jákvæðra niðurstaðna er í forgangi og starfsmenn geta gert ráð fyrir slíkum niðurstöðum innan eðlilegs tímaramma.
2. Helstu tölulegar upplýsingar kl. 12:30
a. Sjúklingar á Landspítala
Fjöldi inniliggjandi sjúklinga með staðfest Covid-19 smit
40 (frá upphafi 79)
Þar af á gjörgæslu
10 og 8 í öndunarvél (frá upphafi 21 og 11 í öndunarvél)
Aðrir innlagðir með grun um Covid-19 smit
0
Sjúklingar í sóttkví
14
Útskrifaðir samtals
36
Látnir
3
b. Starfsmenn Landspítala
í sóttkví í dag 128
í einangrun í dag 30
c. Göngudeild Covid-19
í eftirliti fullorðnir 921
í eftirliti börn 103
Samtals 1.024
d. Batnað
430