Forstjóri Landspítala afhenti þrjá fimm milljóna króna hvatningarstyrki úr Vísindasjóði Landspítala við athöfn í Hringsal 2. desember 2014. Meðal viðstaddra var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Þetta er í fimmta sinn sem styrkir af þessu tagi eru veittir á spítalanum. Þeir eru veittir sterkum rannsóknarhópum á spítalanum sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Að þessu sinni bárust átta umsóknir. Forystumenn rannsóknarhópanna tóku við styrkjunum og kynntu rannsóknir sínar.
Hvatningarstyrkir 2014
Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor
Geðsvið, geðlækningar
-Þróun og innleiðing mats á vitrænni getu nýgreindra geðklofasjúklinga sem byggir á íslenskum viðmiðum og leggur grunn að vitrænni endurhæfingu
Helstu samstarfsmenn:
Brynja B. Magnúsdóttir sálfræðingur, Landspítala og aðjúnkt við HR; Magnús Haraldsson, dósent og geðlæknir, HÍ, Landspítala; Nanna Briem geðlæknir, Landspítala; Ólína Viðarsdóttir sálfræðingur, Landspítala; Bertrand Lauth, lektor og barna- og unglingageðlæknir, HÍ, Landspítala; Evald Sæmundsen sálfræðingur, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins; Stefán Hreiðarsson barnalæknir, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins; Hreinn Stefánsson, lífefnafræðingur/yfirmaður erfðarannsókna á miðtaugakerfi hjá Íslenskri erfðagreiningu; Stacy Steinberg tölfræðingur, Íslenskri erfðagreiningu; Kári Stefánsson prófessor, HÍ og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar; David Collier, áður prófessor, Institute of Psychiatry London, nú hjá Eli Lilly, Bretlandi; Dan Rujescu, prófessor og geðlæknir, University of Halle, Þýskalandi; Ina Giegling sálfræðingur, University of Halle, Þýskalandi; Ulrich Ettinger, prófessor og sálfræðingur, University of Bonn, Þýskalandi; Ole Andreassen, prófessor og geðlæknir við Háskólann í Osló.
Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir og prófessor
Rannsóknarsvið, erfða- og sameindalæknisfræði
-Skemmdir á erfðaefni í líkamsvökvum við meðferðargreiningu illkynja sjúkdóma
Helstu samstarfsmenn:
Hans Guttormur Þormar framkvæmdastjóri, Lífeind ehf.; Bjarki Guðmundsson, sameindalíffræðingur og doktorsnemi, erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala; Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Landspítala; Helgi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, krabbameinslækningadeild Landspítala; Agata Smogorzewska, assistant professor, Laboratory of Genome Maintenance Rockefeller University; M. Stephen Meyn, Professor of Genetics, University of Toronto og Hospital for Sick Children.
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir og prófessor
Kvenna- og barnasvið, barnalækningar
-Heilsueflandi snjallsímahugbúnaður fyrir ungt fólk
Helstu samstarfsmenn:
Heilsuskóli Barnaspítala; Erlendur Egilsson, sálfræðingur og doktorsnemi; Tryggvi Þorgeirsson, læknir og doktorsnemi; Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent, menntavísindasviði Háskóla Íslands; Dr. Unnur A. Valdimarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands; Dr. Urður Njarðvík, dósent við Háskóla Íslands; Dr. Thor Aspelund, dósent við heilbrigðisvísindasvið hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum og tölfræðingur hjá Hjartavernd; Dr. Hans-Olov Adami, prófessor emerítus við Karólínska Institute og Hardvard Public Health; Dr. Jonas F. Ludvigsson, MD, prófessor við Karolinska Institutet; Dr. Ichiro Kawachi MD, prófessor við Harvard Medical School; Dr. Todd G. Reid, Harvard MIT Boston; Dr. Soffía Guðbjörnsdóttir, dósent, Göteborgs Universitet og Director of National Diabetes Register í Svíþjóð; Sæmundur Oddsson, MD, Salgrenska University hospital og National Diabetes Register í Svíþjóð; Dr. Pétur Júlíusson barnalæknir, Bergen University.