Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítala, hefur verið skipaður forstjóri spítalans til fimm ára frá og með 1. október 2010.
Alls sóttu sex einstaklingar um starf forstjóra þegar það var auglýst í júlí. Hæfni umsækjenda var metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu.
Björn tekur við forstjórastarfinu af Huldu Gunnlaugsdóttur en hefur gegnt því í fjarveru hennar í rúmt ár. Hann var áður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala.
Tilkynning á vef heilbrigðisráðuneytisins