Opnuð hefur verið myndlistarsýning í Félags- og þjónustumiðstöð aldraða að Árskógum 4. Þeir sem sýna eru Indriði Sigurðsson og Óskar Theódórsson en þeir sækja báðir myndlistartíma á dagdeild Landspítala Kleppi hjá Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara. Myndir Óskars eru verk úr ýmsum áttum en Indriði túlkar íslenska náttúru á sinn persónulega hátt. Sýningin er opin allan febrúar.
Myndlistarsýning
Indriði Sigurðsson og Óskar Theódórsson, sem sækja myndlistartíma á dagdeild Landspítala Kleppi, sýna verk sín að Árskógum 4 allan febrúar
Opnuð hefur verið myndlistarsýning í Félags- og þjónustumiðstöð aldraða að Árskógum 4. Þeir sem sýna eru Indriði Sigurðsson og Óskar Theódórsson en þeir sækja báðir myndlistartíma á dagdeild Landspítala Kleppi hjá Sólveigu Baldursdóttur myndhöggvara. Myndir Óskars eru verk úr ýmsum áttum en Indriði túlkar íslenska náttúru á sinn persónulega hátt. Sýningin er opin allan febrúar.