Listaverk Sigurðar Guðmundssonar í og við Barnaspítala Hringsins hefur verið sett upp. Stutt athöfn var af því tilefni í dag, föstudag 13. desember 2002, þar sem voru, auk listamannsins, byggingarnefnd Barnaspítalans, arkítektarnir, dómnefnd um listskreytingu hússins og fjölmiðlafólk. Hjálmar Árnason alþingismaður og formaður byggingarnefndar ávarpaði gesti og þakkaði listamanninum fyrir verkið. Myndverkið er í þrennu lagi, utan við húsið er risið tré og stór stóll, í mörgum gluggum eru textar úr ævintýrum og skömmu áður en húsið verður í tekið í notkun verða settir upp steinar inni í húsinu. Sigurður sigraði í samkeppni um listskreytingu Barnaspítalans og skilaði dómnefnd umsögn sinni í nóvember 2000. Listamaðurinn hefur hlotið viðurkenningu víða um heim fyrir list sína. Þess má geta að á nýársdag sýnir Sjónvarpið heimildarmynd um hann.
Listaverk sett upp við Barnaspítalann
Listaverk Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns eru komin á sinn stað í og við Barnaspítala Hringsins.