Liðin eru 100 ár síðan St. Jósefsspítali á Landakoti hóf rekstur. Elsta bygging þriggja áfanga spítalans var tekin í notkun 1902 og notuð til 1965 þegar hún vék fyrir nýrri spítalabyggingu.
Þessara sögulegu tímamóta verður minnst með tveimur samkomum. Afmælisdaginn sjálfan, miðvikudaginn 16. október, er starfsmönnum öldrunarsviðs boðið til kaffisamsætis milli kl. 14:00 og 16:00. Fyrrverandi starfsmenn Landakots eru einnig boðnir velkomnir þangað
Öldrunarsvið stendur síðan fyrir fræðslu- og vísindadegi föstudaginn 18. október í Súlnasal Hótels Sögu. Dagskráin stendur frá kl. 09:00 til 14:30. Öllum er velkomið að koma þangað meðan húsrúm leyfir. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss flytja ávörp, Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóri rekur minningar um Landakot og Ólafur H. Torfason rithöfundur rifjar upp orsakir og afleiðingar þess að St. Jósefssystur komu til Íslands. Síðan verður fjallað um öldrunarsjúkdóma og rannsóknir og vísindi sem tengjast þjónustu við aldraða og starfinu á Landakoti. Fjallað verður um Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, öldrunarteymi, líknardeild, heilabilun og byltur og beinvernd.
Þessara sögulegu tímamóta verður minnst með tveimur samkomum. Afmælisdaginn sjálfan, miðvikudaginn 16. október, er starfsmönnum öldrunarsviðs boðið til kaffisamsætis milli kl. 14:00 og 16:00. Fyrrverandi starfsmenn Landakots eru einnig boðnir velkomnir þangað
Öldrunarsvið stendur síðan fyrir fræðslu- og vísindadegi föstudaginn 18. október í Súlnasal Hótels Sögu. Dagskráin stendur frá kl. 09:00 til 14:30. Öllum er velkomið að koma þangað meðan húsrúm leyfir. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss flytja ávörp, Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóri rekur minningar um Landakot og Ólafur H. Torfason rithöfundur rifjar upp orsakir og afleiðingar þess að St. Jósefssystur komu til Íslands. Síðan verður fjallað um öldrunarsjúkdóma og rannsóknir og vísindi sem tengjast þjónustu við aldraða og starfinu á Landakoti. Fjallað verður um Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum, öldrunarteymi, líknardeild, heilabilun og byltur og beinvernd.