Forstöðufélagsráðgjafi á vefrænum deildum
Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu allra félagsráðgjafa á vefrænum deildum LSH í eina starfseiningu á endurhæfingasviði voru gerðar breytingar á stjórnun félagsráðgjafar þann 1. júní sl. Vigdísi Jónsdóttur forstöðufélagsráðgjafa hefur verið falin stjórn starfseiningarinnar. Þar starfa nú 23 félagsráðgjafar á öllum klínískum deildum LSH nema geðdeildum. Vigdís hefur starfað sem félagsráðgjafi frá 1982, þar af á Ríkisspítölum sem yfirfélagsráðgjafi 1985 - 1997 og frá 1997 sem forstöðufélagsráðgjafi. Frá sama tíma hefur Jóna Eggertsdóttir látið af starfi forstöðufélagsráðgjafa á fyrrverandi Sjúkrahúsi Reykjavíkur og tekið við starfi yfirfélagsráðgjafa öldrunarsviðs.