Gagnvirkt innkaupakerfi Landspítala – Þjónusta við hugbúnaðarþróun (DPS)
Innkaupadeild Landspítala, fyrir hönd deildar stafrænnar framþróunar á Landspítala, óskar eftir þátttakendum í gagnvirkt innkaupakerfi, (DPS, Dynamic Purchasing System) vegna hugbúnaðarþróunar fyrir Landspítala.
Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem snúa að framþróun hugbúnaðarlausna í þjónustu Landspítalans auk viðhalds á hugbúnaðarlausnum spítalans. Jafnframt samþætting við hugbúnaðarlausnir spítalans sem og aðkeyptar lausnir. Aðallega er um sjúkraskrárlausnir að ræða sem styðja við klíníska starfsemi spítalans en jafnframt aðrar hugbúnaðarlausnir, sem tengjast stoðþjónustu spítalans, fjárhags- og mannauðskerfum sem og samskiptalausnum.
Innkaupakerfið skiptist í eftirfarandi þrjá hluta. Sækja skal um aðgengi að þeim hluta innan innkaupakerfisins sem umsækjandi vill verða þátttakandi að.
- a. Nýþróunarverkefni (mest sjúkraskrármál tengd eigin hugbúnaðarlausnum)
- b. Almenn framþróun / rekstrarverkefni (tengt eigin hugbúnaðarlausnum Landspítala)
- c. Hönnunarverkefni
Öll innkaup innan gagnvirka innkaupakerfisins fara fram með lokuðum útboðum í gegnum útboðsvef Landspítalans. Á meðan innkaupakerfið er starfrækt geta nýir aðilar sótt um að gerast aðilar að því svo fremi þeir uppfylli lágmarkskröfur um hæfi.
Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Landspítala, Tendsign á hlekk hér neðar.
Númer | 35036 |
---|---|
Útboðsaðili | Landspítali |
Tegund | Þjónusta, Gagnvirkt innkaupakerfi (DPS) |
Útboðsgögn afhent | 03.06.2025 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 21.05.2030 kl. 00:00 |