Leit
Loka

Transteymi fullorðinna

Transteymi fullorðinna sinnir greiningu og meðferð einstaklinga með kynama (gender dysphoria) og náð hafa 18 ára aldri.

Banner mynd fyrir  Transteymi fullorðinna

Staðsetning: Greiningarteymið er staðsett á Göngudeild lyflækninga A3,  Landspítala Fossvogi - 3. hæð A-álmu.
Opnunartími: Viðtalstímar eru á mánudögum en fyrirspurnum er svarað virka daga kl. 8-16.

Hafa samband: Þeir sem eru á biðlista eða eru komnir í meðferð geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum  Heilsuveru.  


Hagnýtar upplýsingar


Transteymi fullorðinna sinnir greiningu og meðferð einstaklinga með kynama (gender dysphoria) og náð hafa 18 ára aldri.
Einstaklingar geta sjálfir sótt um að komast að hjá greiningarteyminu, ekki þarf tilvísun frá lækni. Sendur er töluvpóstur á netfangið: transteymi@landspitali.is . Þegar búið er að skrá einstakling í þjónustu teymis fara framtíðar samskipti við greiningarteymið fram í gegnum Heilsuveru www.heilsuvera.is

Þjónustu teymisins má skipta í tvo hluta, greiningartímabil og meðferð eftir greiningu.

Greiningartímabilið tekur að öllu jöfnu um 6 mánuði og á þeim tíma hittir einstaklingurinn fagaðila teymisins; geðlækni og sálfræðing. Einnig talmeinafræðing ef óskað er eftir.

Að greiningartíma loknum er tekin ákvörðun um framhaldið og gerðar eru tilvísanir til annarra fagaðila eftir því sem við á, eins og innkirtla-, lýta-, kvensjúkdóma-, þvagfæraskurð- eða háls-, nef- og eyrnalækna.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?