Leit
Loka

Taugateymi - Barnaspítali

Taugateymi sér um greiningu, meðferð og eftirfylgni barna með heila-, tauga-, vöðvasjúkdóma og þroskaraskanir sem vísað er til Barnaspítala Hringsins.

Banner mynd fyrir  Taugateymi - Barnaspítali

Hvernig er best að ná í okkur?

Skjólstæðingar teymisins geta pantað tíma á göngudeild: 543 3700 og 543 3701.

Hægt er að koma skilaboðum til fagfólks teymisins með að senda tölvupóst á: taugateymibarna@landspitali.is 

Ef beðið er um vottorð, þá þarf að taka þarf fram hvaða læknir sinnir barninu, hvaða vottorð er um að ræða, fullt nafn og kennitala barns.

Ef beðið er um endurnýjun lyfseðla er hægt að skrá sig inn á Heilsuvera.is með rafrænum skilríkjum EÐA senda á taugateymibarna@landspitali.is Þá þarf að gefa upp heiti lyfs og skammtanastærð, fullt nafn og kennitölu barns og svo hvaða læknir sinnir barninu.

Eftir kl. 16 virka daga og um helgar sinnir bráðamóttaka barna öllum bráðaveikindum barna.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt
Börn og unglinga með taugasálfræðileg frávik og þroskaraskanir og fjölskyldur þeirra.

Taugateymi sér um greiningu barna með taugasálfræðileg frávik og þroskaraskanir sem vísað er til BUGL.

Teymið sinnir auk þess ráðgjöf við aðstandendur, skóla og aðra sem koma að málum skjólstæðinga þess.

  • Björn Hjálmarsson læknir
  • Haukur Örvar Pálmason, sálfræðingur
  • Íris Dögg Sigurðardóttir, þroskaþjálfi
  • Kristín Einarsdóttir, félagsráðgjafi
  • Einnig er deildarlæknir í teyminu
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?