Sykursýkisteymi - Barnaspítali
Barn sem greinist með sykursýki fær ásamt fjölskyldu sinni skipulagða fræðslu og stuðning frá fagfólki teymisins.
Hvernig er best að ná í okkur?
Tímapantanir á göngudeild: 543-3700/543-3701.
Hægt er að koma skilaboðum til fagfólks teymisins frá kl. 8:00-16:00 virka daga í gegnum skiptiborð Landspítala: 543-1000.
Eftir kl. 16 virka daga og um helgar sinnir bráðamóttaka barna erindum vegna sykursýki barna í síma 543-1000, biðjið um bráðamóttöku barna.
Netfang vegna endurnýjunar lyfseðla, vottorða eða annarra fyrirspurna: sykursykibarna@landspitali.is
Hagnýtar upplýsingar
Þegar barn greinist með sykursýki fær það og fjölskylda þess skipulagða fræðslu og stuðning frá fagfólki teymisins á legudeild.
Reglubundin eftirfylgni fer fram á göngudeild barna.
Þar hitta börnin og fjölskyldur þeirra hjúkrunarfræðing og lækni.
Á göngudeildinni fara einnig fram viðtöl við félagsráðgjafa, næringarráðgjafa og sálfræðing eftir þörfum hvers og eins.
Haldin eru námskeið á Barnaspítalanum fyrir starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla, tómstunda- og íþróttafélaga.
Upplýsingar veitir starfsfólk teymisins og þær eru einnig á heimasíðu Dropans Sumarbúðir Dropans eru einnig þáttur í starfsemi teymisins.
Þar geta börnin fræðst um sykursýki og skemmt sér í öruggu umhverfi. Í þeim myndast líka mikilvæg vináttu- og stuðningstengsl á milli barna.
- Berglind Jónsdóttir, læknir
- Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Kristín Hallgrímsdóttir, sálfræðingur
- Margrét Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Ragnar Bjarnason, læknir
- Sigríður Eysteinsdóttir, næringarfræðingur
- Sigríður Tryggvadóttir, læknaritari
- Soffía Guðrún Jónasdóttir, læknir
- Zinajda Alomerovic Lincina, félagsráðgjafi