Leit
Loka

Göngudeildarteymi - BUGL

Hvert teymi sinnir ákveðnum svæðum á landsvísu. Teymin funda vikulega um þau mál sem þangað hefur verið vísað.

Banner mynd fyrir  Göngudeildarteymi - BUGL

Hvernig er best að ná í okkur?

Teymið er staðsett á Dalbraut 12, 105 Reykjavík 

Opið alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 16:00.

Sími: 543 4300

Hagnýtar upplýsingar

Í teymin er vísað skjólstæðingum sem hafa fjölþættan og flókinn vanda sem þarfnast þverfaglegrar nálgunar og aðkomu margra fagaðila.

Starfandi eru tvö þverfagleg teymi sem hafa að jafnaði fyrstu aðkomu að málum sem berast til BUGL.

Hvert teymi sinnir ákveðnum svæðum á landsvísu. Teymin funda vikulega um þau mál sem þangað hefur verið vísað.

Þar getur verið um að ræða almenn geðræn vandamál, ýmis konar frávik í þroska auk vandamála á sviði hegðunar og tilfinninga.

Teymin vinna bæði að greiningu og meðferð ásamt því að stuðla að öðrum leiðum til úrlausna.

Allar tilvísanir á BUGL berast til inntökuteymis. Teymið metur stöðu mála og kannar hvort nægilegar upplýsingar liggi fyrir eða hvort kalla þurfi eftir frekari gögnum. Ef þörf er á þjónustu göngudeildar fer barnið á biðlista, að öðrum kosti er málinu vísað aftur til tilvísanda
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?