Leit
Loka

Geðhvarfateymi

Geðhvarfateymi er þverfaglegt göngudeildarteymi sem sinnir einstaklingum með geðhvörf I. Teymið var stofnað í ársbyrjun 2017 og markmiðið er að veita sérhæfða meðferð strax - snemmíhlutun. Rannsóknir hafa sýnt að fái einstaklingar sérhæfða þjónustu á fyrstu stigum veikinda er hægt að fækka nýjum veikindalotum og endurinnlögnum og þannig hafa jákvæð áhrif á framvindu veikindanna. Meðferð í geðhvarfateyminu er hugsuð til tveggja til þriggja ára.

Banner mynd fyrir  Geðhvarfateymi

Staðsetning: Göngudeild, Kleppsspítala

Þjónustutími: kl. 8.00 - 16:00 virka daga

Sími: 543 4200

Hagnýtar upplýsingar

  • Teymið er opið þeim sem eru að greinast með geðhvörf, eru á aldrinum 18-50 ára og eiga ekki fleiri en þrjár veikindalotur að baki.
  • Þar sem sterkur grunur er um geðhvörf I hjá ungu fólki á aldrinum 18-30 ára.
  • Við erum staðsett á göngudeild LSH – Kleppi.

Meðferðin í teyminu er þverfagleg og miðar að því að bæta líðan og efla færni. Meðferðin er í formi göngudeildarviðtala, einstaklings-og/ eða hópfræðslu og í náinni samvinnu við aðstandendur.

  • Meðferðin er einstaklingsmiðuð og gagnreynd að erlendri fyrirmynd og er reynt að mæta þörfum hvers og eins. Við upphaf meðferðar er hverjum þjónustuþega útvegaður málastjóri sem heldur utan um meðferð viðkomandi, er hans tengiliður við teymið og tryggir aðgengi að öllum fagstéttum í teymi.

Í teyminu starfar þverfaglegur hópur fólks og samanstendur hann af félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, sálfræðingum og geðlæknum.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?