Leit
Loka

DAM teymi Landspítala

DAM-teymið er þverfaglegt teymi sem sinnir DAM meðferð.

Banner mynd fyrir  DAM teymi Landspítala

Staðsetning: Kleppur

Sími: 543 4211 / 543 1000

Hafa samband: Þeir sem eru í meðferð eða á biðlista hjá DAM teymi geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru

 

 

Hagnýtar upplýsingar

DAM-teymið er þverfaglegt teymi sem sinnir DAM meðferð. Meginverkefni teymisins er að sinna einstaklingum með langvarandi og djúpstæðan tilfinningalegan óstöðugleika.

Beiðnir um DAM meðferð eru sendar til inntökuteymis geðþjónustu og æskilegt er að mat og greining liggi fyrir.

Beiðni um þjónustu í DAM teymi Landspítala (Word)

Almennt um DAM meðferðina:

Tímalengd meðferðar er sex mánuðir. Meðferðin samanstendur af DAM hópmeðferð 1x í viku og einstaklingsviðtali 1x í viku, sem styður við hópmeðferð.
Í hópnum fer fram fræðsla, verkefnavinna og umræður.

Meðferðin er krefjandi og ætlast er til að sjúklingar sýni ábyrgð með því að stunda meðferðina, vinna heimaverkefni og þjálfa þá færni sem kennd er. Virk þátttaka í öllum dagskrárliðum er grundvöllur þess að meðferðin skili árangri.

Krafa er gerð um fulla mætingu og stundvísi enda löng reynsla fyrir því að með mætingu og þátttöku eru mestar líkur á að fullnægjandi árangur náist. Forföll skulu ávallt boðuð í síma.

Hvað er DAM meðferð?

Meðferðin grundvallast á díalektískri atferlismeðferð (DAM- meðferð), sem er gagnreynt meðferðarúrræði sem þróað var af Marsha Linehan árið 1993 fyrir þá sem uppfylla greiningarskilmerki fyrir persónuleikaröskun með óstöðugum geðbrigðum (jaðarpersónuleikaröskun).

Í DAM meðferð er lögð áhersla á aukna meðvitund um hugsanir og tilfinningar (núvitund) og færni í tilfinningastjórn, samskiptum og streituþoli. Heildarmarkmið meðferðar er að stuðla að bættri samskiptafærni, tilfinningaviðbrögðum, hugsunum og hegðun í tengslum við vandamál í daglegu lífi.

Meðferðin skiptist í fjóra þætti;

  • Núvitund
  • Streituþol
  • Tilfinningastjórnun
  • Samskiptafærni

Núvitund:
Markmið núvitundar er að verða meðvitaðri um hugsanir, tilfinningar og líkamleg viðbrögð. Núvitundin hjálpar einnig við að njóta þess sem er og lífa lífinu með aukinni ánægju.

Streituþol:
Kenndar eru aðferðir til að sefa erfiðar tilfinningar um stundarsakir, svo hægt sé að beita hjálplegri leiðum til að ná tökum á streitu. Streituþolsfærni skiptist í tvo þætti annars vegar að þola við í erfiðum aðstæðum og tilfinningum án þess að gera þær verri og hins vegar að læra að gangast við raunveruleikanum eins og hann er í raun og veru.

Tilfinningastjórnun: 
Fræðsla um tilfinningar, bera kennsl á eigin tilfinningar, hlutverk þeirra og hvernig þær hafa áhrif á líkama okkar og hegðun. Auk þess eru kenndar aðferðir til þess að vinna með óvelkomnar tilfinningar.

Samskiptafærni: 

Kennd færni til að auka árangursrík samskipti, svo sem vinna með erfiðleika í samskiptum og leiðir til að byggja upp og rækta sambönd.

Bækur

  • Stop walking on eggshells. Höfundar: Mason og Kreger
  • Loving someone with Borderline Personality Disorder. Höfundur: Manning
  • Borderline Personality Disorder: A guide for the newly diagnosed. Höfundar: Chapman og Gratz

 

Vefsíður

 

Gagnleg myndbönd

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?