Leit
Loka

Bráðateymi BUGL

Ef talin er þörf á tafarlausri þjónustu er haft samráð við vakthafandi barna- og unglingageðlækni sem ákveður hvort málinu er vísað áfram á bráðamóttöku barnadeildar á Barnaspítala Hringsins eða það sett í annan viðeigandi farveg.

Banner mynd fyrir  Bráðateymi BUGL

Hvernig er best að ná í okkur?

Bráðaþjónustan við Dalbraut er opin kl. 8:00 til 16:00 virka daga.

Sími:  543 4300.

Á öðrum tímum er símtölum beint til legudeildar BUGL.

Sími:  543 4320 og 543 4338

Hagnýtar upplýsingar

Fyrir börn og unglinga með bráðan geðrænan vanda.

Bráðaþjónusta er veitt á göngudeild BUGL.

Þar starfar bráðateymi sem tekur á móti símtölum og metur hvort mál krefjist tafarlausrar íhlutunar.

Sé svo fer fram bráðamat á göngudeild þar sem málinu er komið í viðeigandi farveg og tekin afstaða til hvort þörf sé fyrir innlögn á bráðamóttökudeild (legudeild) BUGL.

Bráðateymi sendir skriflegar upplýsingar um niðurstöðu bráðamats til heilsugæslulæknis og annarra meðferðaraðila í heimabyggð að loknum afskiptum BUGL.

  • Birna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Eva Ólafsdóttir, félagsráðgjafi
  • Guðrún B. Guðmundsdóttir, læknir
  • Gerður Þórisdóttir, ritari
  • Helga Jörgensdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kristín I. Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Lára Pálsdóttir, félagsráðgjafi
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?