Leit
Loka

ADHD teymi

Teymið samanstendur af hópi lækna og sálfræðinga, auk ritara.

Banner mynd fyrir  ADHD teymi

Staðsetning: Geðdeildarbygging við Hringbraut. Móttaka er í anddyri byggingar

Þjónustutími: alla daga 08:00-16:00

Sími: 543-4050

Hagnýtar upplýsingar

Teymið samanstendur af hópi lækna og sálfræðinga, auk ritara.

Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins. Meginverkefni ADHD teymis er að sinna greiningum og meðferð fullorðinna frá 18 ára aldri.

Símatími ritara er alla virka daga frá 13:00-14:00 í síma 543-4088.

Farið er eftir vinnulagi landlæknisembættisins við ADHD greiningar fullorðinna

Teymið tekur eingöngu við tilvísunum frá læknum.

Hægt er að nálgast tilvísanaeyðublöð: A- hluta læknis og B-hluta sjúklings.

Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á flestum Heilsugæslum landsins

Að auki má senda póst á ritara teymisins adhd@landspitali.is. til að fá eyðublöðin eða til að spyrja spurninga varðandi tilvísanir eða ferli greiningar.

Í tilvísunareyðublöðum eru skimunarlistar fyrir einkenni ADHD. 

Greining ADHD hjá fullorðnum er tímafrekt ferli og kostnaðarsamt og er því byrjað á skimun á einkennum ADHD.

Farið er yfir upplýsingarnar sem fylgja tilvísuninni auk þess sem hringt er í náinn aðstadenda og fengnar upplýsingar um bernskueinkenni.

Ef skimunin reynist jákvæð fer fólk í greiningarviðtal hjá sálfræðingi í teyminu.

ADHD greiningarviðtal er tekið við sjúkling og þar aflað upplýsinga um einkenni í bernsku og á fullorðinsárum og hömlun af völdum einkennanna.

Í einstökum tilvikum getur verið ástæða til að taka viðtalið einnig við aðstandanda. Mælt er með að notaður sé sá hluti greiningarviðtalsins K‐SADS sem varðar ADHD og aðlagað hefur verið fyrir fullorðna og rannsakað á Íslandi (Magnússon et al. 2006).

Í geðgreiningarviðtali er farið yfir einkenni annarra geðraskana sem algengar eru hjá fullorðnum.

Mælt er með að notað sé MINI geðgreiningarviðtalið (Sheehan et al., 1998) eða sambærileg stöðluð greiningarviðtöl.

Meta þarf sérstaklega hvenær einkenni geðraskana sem geta valdið skertri einbeitingu koma fyrst fram.

Í Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis er kannað hvort eitthvað bendi til misnotkunar ávísaðra lyfja. Læknisfræðilegt mat á almennu heilsufari og þörf á sérhæfðara læknisfræðilegu mati er hluti greiningarferlisins.

Greindarmat/taugasálfræðilegt mat er gert ef sérstök rök hníga að því, til dæmis í þroskasögu.

Niðurstaða um greiningu byggist á öllum þeim gögnum sem aflað hefur verið á báðum stigum ferlisins .

Boðið er upp á lyfjameðferð sem er í höndum lækna teymisins

Þegar búið er að fínstilla lyfjameðferðina tekur tilvísandi læknir við því að viðhalda henni. Hægt er að vera í sambandi við lækna teymisins ef e-h vandamál kom upp eða ef þörf er á ráðgjöf varðandi lyfjameðferðina.

Sálfræðingar teymisins bjóða einnig upp á námskeið þar sem veitt er fræðsla um kjarnaeinkenni ADHD og ólíkar leiðir til að takast á við þau.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?