Leit
Loka

Gerviliðir í mjöðm

 

Höfundarréttur myndbanda: 
Medical Animation Copyright © 2017 Nucleus Medical Media. All rights reserved

 

Í mjaðmaliðskiptum er lærleggshöfuð fjarlægt og sett skaft með kúlu í lærlegginn. Við heilliðsaðgerðir er líka sett liðskál úr plasti í mjaðmagrindina. Í aðgerð er mótuð skál mjaðmagrindar og lærleggshálsinn til að taka við íhlutum.

Mjaðmagerviliðir geta ýmist verið festir við bein með sementi eða án þess. Iðulega eru ósementeraðir liðir notaðir í fólk þar sem beinið er stöndugra og líklegt til að gróa fast við yfirborð íhlutarins.

Gerviliður í mjöðm
Gerviliður í mjöðm - dagbók

Kolbrún Kristiansen, sérfræðingur í hjúkrun:

Hjúkrun - fræðsla fyrir gerviliðsaðgerð á mjöðm (mp4)

 

Guðríður Erna Guðmundsdóttir iðjuþjálfi

 Gerviliður í mjöðm (mp4)

 

Jenný Kaaber næringarfræðingur:

Góð næring fyrir og eftir skurðaðgerð (mp4)

 

Annan hvern miðvikudag yfir vetrartímann er hópfræðsla um liðskiptaaðgerðir fyrir sjúklinga á Landspítala, til skiptis um hné og mjöðm.

Athugið að takmarkaður sætafjöldi er í boði vegna smitgátar.

Hópfræðsla um liðskiptaaðgerðir - hvar og hvenær?

Gerviliðaaðgerðir eru flokkur skurðaðgerða þar sem skipt er um sködduð liðamót. Þetta er iðulega gert vegna sjúkdóms í brjóski sem veldur sársauka og/eða skertri færni. Oftast eru einkenni sjúklings verkir og stífni. Yfirleitt er fyrsta meðferð með bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum og jafnvel hreyfiþjálfun. Þegar slík meðferð hefur verið fullreynd og einkenni eru farin að skerða lífsgæði og athafnir hins daglega lífs vísa viðeigandi sérfræðilæknar sjúklingi til bæklunarskurðlækna sem taka afstöðu um hvort réttmætt sé að framkvæma liðskipti.

Aðgerðin felst í meginatriðum í því að teknir eru burt náttúrulegir liðfletir sjúklingsins og settir í staðinn íhlutir úr ólífrænu efni. Flestir gerviliðir samanstanda af íhlutum úr cobalt-chrome málmblöndu og einnig er notast við slitsterkt polyethylen plast. Hægt er að velja að nota svokallað beinsement eða ekki til að festa íhluti gerviliðar við bein. Sement þetta er fjölliða (polymethyl methylacrylate) sem inniheldur einnig sýklalyf.
Gerviliðir eru samansettir úr íhlutum sem eru gerðir úr sérstöku stáli, oft cobalt-chrome málmblöndu, eða títaníum. Þar sem tveir fletir gerviliðar hreyfast gegn hvor öðrum er oftast notað plast öðru megin og er það búið til úr polyethylen fjölliðu.
Mikilvægt er að hefja endurhæfingu sem fyrst eftir aðgerð og ná góðri hreyfingu. Sjúklingar sem fara í aðgerð á mjöðm fá fræðslu í legu en þurfa svo ekki frekari endurhæfingu fyrr en mögulega þegar þeir eru fullgrónir. Sjúklingar sem fá gervilið í hné fara oftast í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara eftir aðgerð. Tveim til þrem mánuðum eftir aðgerð hafa flestir sjúklingar náð fyrri færni.
Eins stutt og við verður komið, það eykur líkur á fylgikvillum að vera lengur á sjúkrahúsi en þörf er. Flestir sem koma til til ísetninga gerviliða fara heim daginn eftir aðgerð.
Nei. Erlendar rannsóknir sýna að tæplega helmingur gerviliða finnst við skimun í eftirlits- og öryggisskoðun á flugvöllum. Af þeim ferðamönnum sem virkjuðu eftirlitsbúnað flugvalla var innan við 10% af þeim inntur eftir nánari upplýsingum og gögnum um þau liðskipti sem virkjuðu öryggisbúnaðinn.

Já. Rannsóknir hafa sýnt að tog vegna segulkrafta segulómtækis á þá málma sem notaðir eru í íhluti við liðskiptaaðgerðir eru innan við fjórðungur af togi þyngdaraflsins.Þó þarf að veita geislafræðingum upplýsingar um ígræði og tegund íhluta þegar slíkar rannsóknir eru fyrirhugaðar.

Einn af hverjum tíu sjúklinga sem fara í gerviliðaísetningu á mjöðm geta átt von á að þurfa á enduraðgerð að halda fyrstu 10 árin eftir aðgerð. Þetta hlutfall er enn lægra hjá þeim sem fara í gerviliðaísetningu á hné.
Sýkingar koma upp í 1-2% tilfella, en það er metið skv skráningu á norðurlöndum þar sem verkferlar eru sambærilegir við Landspítala. Iðulega er um grunnar sýkingar í sári að ræða og er það meðhöndlað farsællega með ágengri sýklalyfjameðferð í æð. Hér er rétt að undirstrika sáraeftilit og rétta meðhöndlun skurðsárs.

Þegar settur er gerviliður í mjöðm lengist stundum ganglimur óverulega. Þetta er vegna þess að mjöðm einstaklings getur reynst óstöðug í aðgerð og þá þarf að auka lengd íhluta til að viðhalda stöðugleika í liðnum og forða liðhlaupi eftir aðgerð.

Aðrir fylgikvillar geta komið upp en eru fátíðir.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?