Sálgæsla presta og djákna
Fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk spítalans, án tillits til lífsskoðana eða trúarafstöðu, sem glímir við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum

Hagnýtar upplýsingar
Sjúkrahúsprestar og djákni á Landspítala sinna sálgæslu og helgihaldi og starfa í samvinnu við aðra heilbrigðisstarfsmenn að velferð sjúklinga og aðstandenda þeirra. Unnið er bæði með einstaklingum og fjölskyldum. Boðið er upp á fjölskyldufundi og eftirfylgd. Sjúkrahúsprestar og djákni sinna einnig fræðslu, handleiðslu og hópastarfi.
Markmið sálgæslunnar er að liðsinna þeim sem glíma við sárar tilfinningar og erfiðar tilvistarspurningar tengdar veikindum og alvarlegum áföllum. Þjónustan stendur öllum opin, jafnt sjúklingum sem aðstandendum og starfsfólki spítalans, án tillitis til lífsskoðana eða trúarafstöðu.
Hafa samband. Sjúkrahúsprestar og djákni ganga vaktir þannig að hægt er að ná í þá hvaða tíma sólarhringsins sem er allt árið um kring. Beiðnum um þjónustu má koma á framfæri við sjúkrahúsprest, djákna, hjúkrunarfræðing eða lækni.
Helgihald. Reglubundið helgihald fer fram bæði á helgum og rúmhelgum dögum. Nánari upplýsingar um það eru veittar á deildinni og að jafnaði í viðburðadagatalinu á forsíðu vefs Landspítala.
Starfsmenn
Dagbjört Eiríksdóttir djákni
Landspítali Hringbraut - Barnaspítali / Meðganga og sængurlega, fæðingarvakt
s. 543 8027/ 824 5506
Díana Ósk Óskarsdóttir sjúkrahúsprestur
Landspítali / Geðdeildir
s. 543 8233 / 824 5413
Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahúsprestur
Landspítali Hringbraut
s. 543 8415 / 824 5508
Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir sjúkrahúsprestur
Landspítali - líknardeild Kópavogi
s. 543 8249 / 824 5507
Gunnar R. Matthíasson sjúkrahúsprestur
Landspítali Fossvogi
s.543 8308 / 824 5501
Hjalti Jón Sverrisson sjúkrahúsprestur
Landspítali Hringbraut
s. 543 8415 / 620 2438
Ingólfur Hartvigsson sjúkrahúsprestur
Landspítali Fossvogi
s. 543 4273 / 824 5505
Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir
Landspítali / Öldrunardeildir Landakoti / Vífilsstaðir
s.543 8248 / 824 8245
Sálgæsla getur reynst hjálpleg þegar fólk
- þarfnast traustrar nærveru, uppörvunar og stuðnings
- er kvíðið, óöruggt, dapurt, reitt eða sorgmætt
- þarfnast einhvers sem hlustar og leitast við að skilja það
- þarfnast leiðsagnar í samskiptum við starfsfólk eða fjölskyldu sína
- vill tala um trú sína, efasemdir og spurningar og dýpka eigin svör og skilning
- leitar tilgangs
- er að missa stjórnina
- vill fyrirbæn og hjálp til trúariðkunar
- þarfnast eftirfylgdar
Á Landspítala eru 6 kapellur sem eru notaðar í þjónustu presta og djákna og fyrir samveru- og kyrrðarstundir:
- Fossvogur (tvær)
- Hringbraut
- Landakot
- Kleppur
- Líknardeildin í Kópavogi
Sjúkrahúsprestar og djákni á Landspítala liðsinna aðstandendum eftir því sem óskað er, leiða kveðjustund og veita nauðsynlegar upplýsingar um framvindu mála eða kalla til viðkomandi sóknarprest sé þess óskað.