Leit
Loka

Öldrunarlækningadeild og endurhæfingar deild I, L1

Banner mynd fyrir  Öldrunarlækningadeild og endurhæfingar deild I, L1

Hafðu samband

OPIÐHeimsóknartími

Virka daga frá 16.30-19:30 og 14:30-19:30 um helgar

Hagnýtar upplýsingar

Aðsetur: 1. hæð á Landakoti 

Símanúmer: 543-9505

Ritari: Kolbrún Ósk Jörgensen

Heimsóknartími: Samkvæmt heimsóknartímum sem eru í gildi á spítalanum

Hjúkrunardeildarstjóri: Sigurdís Ólafsdóttir 

Aðstoðardeildastjóri: Camílla Geraldo 

Yfirlæknir: Anna Björg Jónsdóttir yfirlæknir, sérfræðingur í öldrunarlækningum. Með henni starfa sérnámslæknar.


  • Deild L1 er virk 7 daga endurhæfingadeild sem leggur áherslu á endurhæfingu sjúklinga 67 ára og eldri sem hafa hlotið mjaðmarbrot og þurfa að fara í aðgerð vegna þess. Öldrunarlæknar á Landspítala eru ráðgefandi um hvort þetta úrræði eigi við. Einnig er deildin í samstarfi við göngudeild öldrunarlækninga og ef talin er þörf á þá geta einstaklingar lagst inn að heiman í uppvinnslu og endurhæfingu.
  • Á deildinni starfar teymi starfsfólks úr mörgum fagstéttum. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfarar, næringarráðgjafi, sérhæft starfsfólk, ræstingar starfsfólk og félagsráðgjafi. Auk þess sem leitum við til fleiri stoðstétta þegar það á við, t.d. talmeinafræðinga, sálfræðings og prests.
  • Markmið endurhæfingar er að einstaklingar nái bættri hreyfigetu, fá aukið öryggi og geti sjálfstætt leyst af hendi sem flestar athafnir daglegs lífs. Þess vegna er hvatt til sjálfshjálpar og þátttöku í daglegum athöfnum og máltíðum.
  • Einstaklingar taka ábyrgð á þjálfun sinni og stýra gönguferðum á deildinni ásamt þeim æfingum sem þeim hefur verið settar fyrir af þjálfurum þeirra. Mikilvægt er að hver og einn sé duglegur við að nýta sér þá þjálfun sem er í boði og nota hana oft á dag.
  • Ef þörf er á frekari rannsóknum, t.d. myndgreiningu/röntgenmynd/sneiðmynd, eru sjúklingar sendir í slíkar rannsóknir. Læknar leita ráðgjafar frá öðrum sérfræðingum á Landspítala eftir þörfum.
  • Miðað er við að legutíma að hámarki 4 vikur. Stundum styttri og stundum lengri (fer eftir ástandi sjúklings). Markmiðið er alltaf að einstaklingar útskrifist heim við fyrsta tækifæri. Flestir eru 2-3 vikur.
  • Sjúklingar eru hvattir til að vera á fótum sem mest, allir koma fram í matasal að borða og hver klæðir sig í sín eign föt á deildinni.
  • Aðstandendur eru hvattir til að ganga með ættingjum sínum bæði innan og utan deildar. Fara í bíltúr og skreppa heim í kaffi í samráð við starfsfólk deildar.
  • Þegar að nálgast útskrift er gott að fara í leyfi yfir nótt.
  • Lögð er áhersla á gott samstarf við aðstandendur og eru þeir hvattir til að hafa samband við hjúkrunarfræðing um meðferð sjúklingsins og líðan.
  • Við útskrift fær viðkomandi skriflegar ráðleggingar, yfirfarinn lyfjalista og upplýsingar um áframhaldandi þjálfun og eftirlit.

Þjónusta og afþreying

  • Morgunverður er kl. 09:00 og er sameiginlegur á dagstofu deildarinnar á föstum tímum.
  • Hádegisverður um kl.12:00 frammi í dagstofu.
  • Síðdegiskaffi er um kl. 15:00, í dagstofu
  • Kvöldverður kl. 18:00, í dagstofu
  • Kvöldkaffi er kl. 20:00
  • Sjálfsalar eru í kjallara á Landakoti.
  • Í setustofu er kæliskápur fyrir sjúklinga.
  • Sjúklingar geta fengið aðgang að neti í gegnum gestanet spítalans.
  • Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3.
  • Hreyfirás Landspítala er á rás 51, allir hvattir til að nýta hana.


Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?