Leit
Loka

Fagráð iðjuþjálfa

Fagráð iðjuþjálfa á Landspítala var stofnað í apríl 2010. Í því sitja hverju sinni 6 iðjuþjálfar frá stærstu starfseiningunum iðjuþjálfunar.

Markmið fagráðsins er að

  1. stuðla að þróun og framförum í starfsemi iðjuþjálfa varðandi þjónustu við sjúklinga, menntun nemenda, endurmenntun starfsfólks og vísindarannsóknir
  2. rannsóknir verði samþættar starfi iðjuþjálfa og áhersla verði lögð á klínískar rannsóknir sem skili sér í bættri meðferð sjúklinga spítalans
  3. vera ráðgefandi vettvangur um fagleg málefni fyrir iðjuþjálfa Landspítala og stjórnendur sé eftir því leitað
  4. taka þátt í að móta stefnu Iðjuþjálfunar Landspítala og starfsþróun iðjuþjálfa í samvinnu við yfiriðjuþjálfa.

Leiðir að markmiðum

  • Gera starfsáætlun árlega
  • Halda málþing árlega þar sem iðjuþjálfar kynna efni um gagnreynda iðjuþjálfun
  • Halda utan um skráningu vísinda- og útgáfustarf iðjuþjálfa
  • Hvetja til kynningar innan Landspítala á iðjuþjálfun á alþjóðadegi iðjuþjálfa
  • Halda utan um fræðslu sem iðjujálfar sækja sér
  • Halda utan um fræðslu sem iðjuþjálfar halda fyrir aðra
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?