Leit
Loka

HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

Deildarstjóri

Ásdís Ingvarsdóttir

asdising@landspitali.is
Yfirlæknir

Valgerður Sigurðardótttir

valgesi@landspitali.is

Banner mynd fyrir HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

Hafðu samband

OPIÐ8:00-16:00

Heimahlynning - mynd

Hér erum við

Kópavogsbraut 5-7, Kópavogi - hús 10

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Frá 1. september 2018 heitir starfsemin HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta ætluð sjúklingum með erfið einkenni vegna langvinnra sjúkdóma.  Markmið hennar er að gera skjólstæðingum kleift að dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa. Einkenni og meðferð sem fylgja slíkum sjúkdómum geta tekið á og hamlað daglegu lífi.

Starfsfólk HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala býður skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra aðstoð við að takast á við breyttar aðstæður.  Starfað er samkvæmt hugmyndafræði um líknarmeðferð.  Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO 2002) er tilgangur líknarmeðferðar að bæta lífsgæði sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra.  Meðferðin felst í því að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu.  Lìknarmeðferð á ekki eingöngu við á lokastigum veikinda heldur einnig snemma í veikindaferlinu, samhliða annarri meðferð.

 • Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn og læknir á bakvakt
 • HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala þjónar höfuðborgarsvæðinu og er veitt í heimahúsum
 • Heimsóknir hjúkrunarfræðinga og lækna eru skjólstæðingum að kostnaðarlausu
 • Þjónustan byggir á skipulögðum heimsóknum hjúkrunarfræðinga til skjólstæðinga
 • Fjöldi heimsókna er ákveðinn í samráði við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra eftir þörfum hverju sinni
 • Heimsóknir læknis ákvarðast af þörfum og mati á aðstæðum.
 • Starfsfólk HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala er í nánu samstarfi við aðra lækna skjólstæðinga.

 

Staðsetning: Á jarðhæð líknardeildar í Kópavogi (hús 10)
Sími: 543 6360

Beiðnir geta komið frá heilbrigðisstarfsfólki, skjólstæðingum eða aðstandendum.

Tekið er við beiðnum virka daga á milli kl. 8:00 og 16:00 í síma 543 6360.

Skipulögð heimsókn starfsfólks HERA sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala byggist á:

 • ráðgjöf og fræðslu
 • mati á líkamlegum og sálrænum einkennum og meðferð vegna þeirra
 • mati á þörf fyrir hjálpartæki og aðstoð við að útvega þau
 • aðstoð við að sinna félagslegum, andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum
 • umsjón með lyfjum og lyfjagjöfum
 • aðstoð við aðhlynningu t.d. böðun, sárameðferð og umhirðu svo sem vegna þvagleggja, drena og stóma
 • stuðningi við fjölskyldur
Það er hægt að styrkja starfsemi HERA sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala á margan hátt, meðal annars með því að kaupa minningarkort líknardeildar og HERA sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala.