Leit
Loka

HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

HEIMA – EFTIRLIT – RÁÐGJÖF – AÐSTOÐ

Deildarstjóri

Halldóra Hálfdánardóttir

hallhalf@landspitali.is
Yfirlæknir

Arna Dögg Einarsdóttir

arnae@landspitali.is

Banner mynd fyrir  HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

Hafðu samband

OPIÐVirka daga frá 08:00-16:00

Heimahlynning - mynd

Hér erum við

Kópavogsgerði 4, Kópavogi

HERA sérhæfð líknarþjónusta

Hagnýtar upplýsingar

Skrifstofa HERU er opin virka daga frá kl. 08:00-16:00, sími 543 6360.
Eftir kl. 16:00 og um helgar svarar bakvaktarþjónusta bráðatilvikum sem upp koma hjá skjólstæðingum HERU:

  • HERA teymi 1, sími 825 5100.
  • HERA teymi 2, sími 825 5101.

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hera12@landspitali.is
Staðsetning: Kópavogsgerði 4, 200 Kópavogi


  • HERA er hjúkrunar- og læknisþjónusta fyrir sjúklinga með langvinna og ólæknandi sjúkdóma.
  • HERA sinnir einnig sjúklingum í læknanlegri meðferð sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar vegna erfiðra einkenna.
  • HERA sinnir sjúklingum á stórhöfuðborgarsvæðinu þeim að kostnaðarlausu.
  • HERA er sólarhringsþjónusta sem veitt er í heimahúsum, með símtölum, tölvusamskiptum og á skrifstofu HERU.
  • HERU vitjanir og önnur samskipti eru ákveðin í samráði við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og fara eftir þörfum hverju sinni.
  • Læknar HERU eru jafnframt læknar líknardeildar, þeir eru á sólarhringsbakvakt. Einkennamat og meðferð læknis fer fram á göngudeild eða með heimavitjun.
  • Starfsfólk HERU er í nánu samstarfi við aðra meðferðaraðila sjúklinga.
  • Hjúkrunarfræðingar HERU hafa víðtæka reynslu innan líknarmeðferðar, þ.á. m. í fjölskylduhjúkrun og ráðgjöf.
  • HERA styður við þá sem kjósa að deyja heima og aðstandendur þeirra.

Sjá einnig upplýsingarit:

 Sótt er um þjónustu HERU með tilvísun í Heilsugátt

 

Hjúkrunarfræðingar og læknar HERU bjóða meðal annars upp á eftirfarandi þjónustu:

  • Eftirlit með einkennum.
  • Meðferð við einkennum.
  • Einkennamat og meðferð hjá læknum HERU á göngudeild eða heima.
  • Lyfjatiltekt, lyfjapöntun og lyfjagjafir.
  • Fræðslu, stuðning og ráðgjöf.
  • Fjölskyldu- og einstaklingsviðtöl.
  • Aðstoð vegna hjálpartækja og fyrirkomulags heima.
  • Tengingu við lækna og aðra fagaðila.
  • Mat á þjónustuþörf og samhæfingu þeirrar þjónustu sem er í boði.
  • Stuðning við þá sem kjósa að deyja heima og aðstandendur þeirra.

Í samstarfi við heimahjúkrun veitir HERA:

  • Aðstoð við aðhlynningu.
  • Sárameðferð.
  • Umhirðu á þvagleggjum, drenum og stóma.

 

Hægt er að styrkja starfsemi HERU á margan hátt, m.a. með því að kaupa minningarkort líknardeildar og HERU, sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala.