Leit
Loka

HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

HEIMA – EFTIRLIT – RÁÐGJÖF – AÐSTOÐ

Deildarstjóri

Ásdís Ingvarsdóttir

asdising@landspitali.is
Yfirlæknir

Valgerður Sigurðardótttir

valgesi@landspitali.is

Banner mynd fyrir HERA sérhæfð líknarheimaþjónusta Landspítala

Hafðu samband

OPIÐvirka daga frá 8:00-16:00

Heimahlynning - mynd

Hér erum við

Kópavogsgerði 6 d. Líknardeild, jarðhæð hús 10.

HERA sérhæfð líknarþjónusta

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Skrifstofa HERU er opin virka daga frá 8:00-16:00 í síma 543 6360
Eftir kl. 16 og um helgar svarar bakvaktarþjónusta bráðatilvikum sem upp koma hjá skjólstæðingum HERU

 • HERA teymi 1: 825 5100
 • HERA teymi 2: 825 5101

Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hera12@landspitali.is
Staðsetning: Kópavogsgerði 6 d. Líknardeild, jarðhæð hús 10.


HERA sérhæfð líknarþjónusta Landspítala er sérhæfð hjúkrunar- og læknisþjónusta ætluð sjúklingum með erfið einkenni vegna langvinnra og ólæknandi sjúkdóma. Einkenni og meðferð sem fylgja slíkum sjúkdómum geta tekið á og hamlað daglegu lífi.

Markmið þjónustunnar er að gera skjólstæðingum kleift að bæta lífsgæði og dvelja heima eins lengi og aðstæður leyfa. Hjúkrunarfræðingar HERU gera það með því að miðla þekkingu og úrræðum, veita stuðning og viðeigandi hjúkrunarmeðferð.

Starfað er samkvæmt hugmyndafræði um líknarmeðferð. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO 2002) á líknarmeðferð er að bæta lífsgæði sjúklinga með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Lìknarmeðferð á ekki eingöngu við á lokastigum veikinda heldur einnig snemma í veikindaferlinu, samhliða annarri meðferð.

HERA er hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta fyrir fólk með langvinna og ólæknandi sjúkdóma.

HERA sinnir einnig fólki í læknanlegri meðferð sem þarfnast tímabundinnar aðstoðar vegna erfiðra einkenna.

HERA sinnir skjólstæðingum á stór-höfuðborgarsvæðinu þeim að kostnaðarlausu.

HERA er sólarhringsþjónusta sem veitt er í heimahúsum, með símtölum, tölvusamskiptum og á skrifstofu HERU.

Hjúkrunarfræðingar HERU hafa sérhæfða reynslu á sviði krabbameinshjúkrunar, fjölskylduhjúkrunar og ráðgjafar meðal annars vegna barna skjólstæðinga.

HERU heimsóknir og önnur samskipti eru ákveðin í samráði við skjólstæðinga og fjölskyldu hans og fer eftir þörfum hverju sinni.

Læknar HERU eru jafnframt læknar líknardeildar, þeir eru á sólarhringsbakvakt. Einkennamat og meðferð læknis fer fram á göngudeild eða með heimavitjun.

Starfsfólk HERU er í nánu samstarfi við aðra lækna skjólstæðinga.


Beiðnir geta komið frá heilbrigðisstarfsfólki, skjólstæðingum eða aðstandendum. 

Tekið er við beiðnum virka daga á milli kl. 8:00 og 16:00 í síma 543 6360.

Heilbrigðisstarfsfólk sendir jafnframt umsókn um þjónustu rafrænt í Sögukerfi LSH – inn í eyðublöð / beiðni um rannsókn / meðferð.

Hjúkrunarfræðingar og læknar HERU bjóða meðal annars upp á eftirfarandi þjónustu:

 • Eftirlit með einkennum
 • Meðferð við einkennum
 • Einkennamat og meðferð hjá læknum Heru á göngudeild eða heima
 • Lyfjatiltekt, lyfjapöntun, lyfjagjöf
 • Fræðslu, stuðning og ráðgjöf
 • Fjölskyldu- og einstaklingsviðtöl
 • Viðtöl við börn skjólstæðinga
 • Aðstoð vegna hjálpartækja og fyrirkomulags heima
 • Að vera tengiliður við lækna og aðra fagaðila
 • Að meta þjónustuþörf og samhæfa þá þjónustu sem er í boði

Í samstarfi við heimahjúkrun, veitir HERA:

 • Aðstoð við aðhlynningu
 • Sárameðferð
 • Umhirðu á þvagleggjum, drenum og stóma
Það er hægt að styrkja starfsemi HERU á margan hátt, meðal annars með því að kaupa minningarkort líknardeildar og HERU sérhæfðrar líknarþjónustu Landspítala.