Leit
Loka

Sarkmein

 

Krabbamein í bandvef, beinum og vöðvum, svokölluð sarkmein, er hópur sjaldgæfra sjúkdóma, með mjög mismunandi hegðun og horfur. Þessi æxli eru um 1-2% allra illkynja æxla á Íslandi og skiptast gróflega í mjúkvefja- og beinaæxli og koma fyrir á mismunandi aldursskeiðum. Orsakir þessara krabbameina eru að mestu leyti óþekktar.

Heimilislæknir eða skurðlæknir vísar sjúklingi til ábyrgðarlæknis sarkmeinateymis Landspítala, sjá: Sarkmein - tilvísun eða beiðni um ráðgjöf.

Nauðsynlegar rannsóknir sem þurfa að liggja fyrir eru eftirfarandi:

  • MR af mjúkvefjum, röntgenmynd og sneiðmynd (CT) af beinum
  • Sneiðmynd (CT) af lungum
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?