Leit
Loka

Vísindi á vordögum 2022

Vísindi á vordögum er uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala sem hefur verið haldin árlega í 22 ár.

Vísindi á vordögum 26. apríl 2023Bein útsending frá Hringsal kl. 12.00

Banner mynd fyrir  Vísindi á vordögum 2022

Tilgangur Vísinda á vordögum hefur verið að auka sýnileika umfangsmikils vísindastarfs á Landspítala.

Á Vísindum á vordögum 2022 er að venju litið yfir nýliðið ár í vísindastarfi á Landspítala, borið saman við fyrri ár og spáð í spilin. Famúrskarandi vísindafólk er heiðrað, verðlaun veitt og styrkir formlega afhentir.

 

Vísindi á vordögum 4. maí 2022 - dagskrá í Hringsal

Árið 2020 og 2021 er minnst um heim allan sem ár rafrænna funda, eitt af mörgum afsprengjum kórónuveirufaraldursins. 2022 og virðist jafnvel sem rafrænt viðmót vísinda sé komið til að vera. Margt jákvætt er hægt að segja um það. Hæfni rafrænna samskipta vísindafólks og annarra fleygir fram og hraði upplýsingaflæðis og aðgengi eykst að sama skapi. Í fyrra var í fyrsta skipti brugðið á það ráð að vera með rafræna veggspjaldasýningu á uppskeruhátíð vísinda á Landspítala.

Fjöldi þeirra sem heimsóttu vefsíðu veggspjalda mældist mun meiri en á hefðbundinni veggspjaldasýningu. Þó má ekki draga úr mikilvægi þess að hitta og ræða við vísindamennina sjálfa og fræðast um verk þeirra. Enn verðum við að bíða aðeins með það því að veggspjaldakynningin verður nú aftur á rafrænu formi. Í ár verða hins vegar einnig hengd upp veggspjöld þeirra vísindamanna sem það kjósa fyrir framan Hringsalinn, gestum og gangandi til skemmtunar og fróðleiks, og til marks um grósku vísindanna á Landspítala.

Njótið vel.

Efla þarf vísindin - það er augljóst!
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir, vísindadeild Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands

Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir, vísindadeild Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla ÍslandsÁrið 2021 hélt kórónuveiran áfram að gera heimsbyggðinni lífið leitt, starfsmenn og skjólstæðingar Landspítala fóru ekki varhluta af því. Fyrri hluti árs einkenndist af talsverðum takmörkunum meðan verið var að verja viðkvæma hópa og bólusetja landsmenn. Um mitt ár var takmörkunum aflétt við nokkurn fögnuð. Hann reyndist skammvinnur því að fljótlega hófst ný smitbylgja sem herjaði mjög á landsmenn, einkum með tilkomu ómíkrón-afbrigða veirunnar. Heimsfaraldurinn hefur því haldið áfram að reyna á þolrifin. Eitt af því sem getur takmarkað getu sjúkrahúsa til að bregðast við óvæntu álagi er skortur á starfsfólki og of mikil rúmanýting en þeir kvillar hafa sett sitt mark á þjóðarsjúkrahúsið. Við aðstæður eins og ríktu árið 2021 geta slík vandamál bitnað á öðrum mikilvægum verkefnum.

Nýkomin skýrsla sem unnin var að beiðni heilbrigðisyfirvalda af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey fjallar um framtíðarþróun þjónustu Landspítala. Sérstakur kafli er helgaður vísinda­starfi, umgjörð þess og stuðningi við það á spítalanum undanfarin ár auk þess sem gerðu­r er samanburður við erlend háskólasjúkrahús. Þetta er mikilvægt því í heilbrigðis­stefnu til ársins 2030 kemur fram „að læknisfræðilegar rannsóknir eigi að vera sambærilegar að gæðum og umfangi við rannsóknir annars staðar og að heilbrigðis­starfsfólk skuli eiga kost á að stunda rannsóknir“, eins og segir í skýrsl­unni.

Niðurstöður ráðgjafanna eru afdráttarlausar: Framlag til vísindastarfs og stuðningur við það er í skötulíki og langt undir þeim markmiðum sem sett hafa verið. Aðeins 1,3% af rekstrarútgjöldum Landspítala renna til vísindastarfs en þar af eru 0,4% fjármögnuð af ytri aðilum. Á sama tíma renna 3,1% af rekstrarútgjöldum Sahlgrenska sjúkrahússins, 8,8% af útgjöldum Háskólasjúkrahússins í Osló og 8,1% af útgjöldum dæmigerðra bandarískra háskólasjúkrahúsa til vísindastarfs! Í skýrslunn­i er einnig bent á að rannsóknir margborgi sig, bein ávöxtun geti numið allt að 25% sem telst frábært. Reyndar er erfitt að finna fjárfestingarkosti sem gefa betri ávöxtun! Mikilvægast er þó að gæði þjónustu við sjúklinga batna og auðveldara er að laða að og halda í gott starfsfólk á sjúkrahúsum þar sem hlúð er að vísinda­starfi. Það má því velta fyrir sér velta fyrir sér hversu mikil tækifæri fari forgörðum þegar sannfæring­una fyrir þessu skortir og tækifæri til að gera betur eru ekki nýtt.

Á árinu 2021 hélt birtingum vísindagreina með aðild starfsmanna spítalans áfram að fækka (mynd 1). Það er sérstakt áhyggjuefni. Einnig benda tölurnar til að hlutfall greina þar sem fyrsti eða síðasti höfundur er starfsmaður spítalans fari lækkandi. Aðrar tölur um vísindastarf, fjölda nema, styrkja og leyfa frá siðanefndum má sjá á myndum 2-4.

Ýmislegt hefur þó gengið okkur í haginn. Á árinu 2019 var tekin ákvörðun um að stofna sérstakan birtingasjóð fyrir andvirði hlutabréfa sem spítalinn seldi í sprota­fyrirtækinu Oculis en fyrirtækið stofnuðu Einar Stefánsson, yfirlæknir og prófessor, og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði. „Birtingasjóður Landspítala“ tók til starfa á árinu 2021 og voru þá fyrstu greiðslur úr honum til rannsakenda. Markmiðið er að styðja við rannsakendur á spítalanum sem birta vísindagreinar sem fyrsti eða síðasti höfundur í viðurkenndum vísindaritum. Vonir standa til að sjóðurinn verði efldur og fái mótframlag frá spítalanum þegar fram líða stundir. Einnig er ánægjulegt að á árinu 2021 var hafist handa við innleiðingu sérhæfðs upplýsingakerfis á landsvísu, sem er mikilvægt tæki til að halda utan um allar þær upplýsingar sem myndast í kringum rannsóknir. Kerfið hefur fengið heitið ÍRIS og er stýrt frá Landsbókasafni – Háskólabókasafni en Landspítali á aðild að því ásamt háskólum landsins. Vonir standa til að með innleiðslu kerfisins verði mun auðveldara að fylgjast með og greina upplýsing­ar sem snúa að rannsóknum og nýsköpun á spítalanum.

Til að unnt sé að halda uppi þróttmikilli starfsemi háskólasjúkrahúss er fjármagn og hæft starfsfólk frumforsenda. Við höfum enn mikinn og góðan mannauð sem því miður fær ekki nægjanlegt svigrúm til að nýta menntun sína, tengslanet og frumkvæði til rannsókna og nýsköpunar. Aukin fjárfesting í þessum málaflokki er skynsamleg til framtíðar sem allir virðast vera sammála um. Sá stuðningur má ekki bara vera í orði. Skýra framtíðarsýn þarf til sem og sérgreint fjármagn til að uppskeran verði eins og efni standa til. Vonandi tekst að efla vísindastarfið með bættri fjármögnun á árinu 2022 í samræmi við ráðleggingar McKinsey. Þannig hrind­um við bæði vísindastefnu spítalans og heilbrigðisstefnu stjórnvalda í framkvæmd og færumst nær þeim löndum sem við berum okkur gjarna saman við. Við megum engan tíma missa.

Rýndar greinar starfsfólks Landspítala 2016 - 2021  Fjöldi nýrra leyfa til rannsókna 2016 - 2021    
Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir vísindadeildar Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.      

Rósa Björk Barkardóttir

Ágripum fylgt úr hlaði 

Þessar línur eru skrifaðar til að fylgja úr hlaði ágripum sem bárust Vísindaráði Landspítala til kynningar á Vísindi á vordögum. Í ár voru samþykkt 39 ágrip til birtingar í Læknablaðinu. Fjöldi ágripa er meiri en í fyrra, en þá voru þau 28 og endurspegluðu óheyrilegt álag á starfsfólk spítalans vegna kórónuveirufaraldursins. Þó fjöldinn í ár sé langt frá því þegar fjöldi ágripa var sem mestur að þá er hann uppá við og það gefur von um betri vísindauppskeru á komandi árum.

Ágripin lýsa öll áhugaverðum vísindaverkefnum sem spennandi verður að kynna sér betur á veggspjöldum uppskeruhátíðarinnar sem verður haldin 4. maí næstkomandi. Á hátíðinni verða valin 3 áhugaverðustu vísindaverkefnin og fyrstu höfundar þeirra verðlaunaðir með styrk til að kynna vísindaverkefnið og niðurstöður þess á ráðstefnu erlendis. Verðlaun sem þessi eru orðin ein af hefðum Vísindi á vordögum. Vísindaráð hefur umsjón með faglegum yfirlestri ágripa sem berast og standa einnig að baki vali á bestu veggspjöldunum og áhugaverðustu vísindaverkefnunum með háu vísindalegu gildi.

Þetta er í 16. sinn sem ágrip veggspjalda sem kynnt eru á Vísindi á vordögum eru birt í fylgiriti Læknablaðsins. Fylgiritin eru því orðin mikilvæg heimild um vísindaverkefni sem unnið hefur verið að á Landspítala, því ekki enda öll vísindaverkefni með birtingu vísindagreina. Aldrei er of oft minnt á mikilvægi vísindastarfsemi á Landspítala, með henni verður til þekking sem kemur skjólstæðingum spítalans og vísindasamfélaginu til góða.

Vonandi hafa sem flestir tækifæri til að kynna sér veggspjöld vísindaverkefnanna. 

Njótið lestur ágripanna vel.

Rósa Björk Barkardóttir, formaður Vísindaráðs Landspítala


Á vefsíðu Landspítala er að finna ýmsar hagnýtar og fræðandi upplýsingar um vísindastarfsemina á spítalanum.

Hlutverk Landspítala er þríþætt; Að veita heilbrigðisþjónustu, skapa nýja þekkingu með rannsóknum og mennta heilbrigðisstarfsfólk. Nauðsynlegt er að haldið sé vel utan um þá grunnstoð sem vísindastarfið er enda er það deginum ljósara að vísindi auka fagmennsku, gæði og öryggi og eru forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu og menntun starfstétta.

 
Starfsmenn vísindadeildar hafa til margra ára tekið saman árlegt yfirlit um vísindastarf á Landspítala og birtir hina árlegu samantekt á Vísindum á vordögum ár hvert. Gagna sem eru lýsandi fyrir virkni í vísindum s.s. birtingar vísindagreina, styrkfjárhæðir til vísindarannsókna, fjöldi nýrra vísindarannsókna, fjöldi meistara- og doktorsnema er víða aflað og er yfirlitið unnið í samstarfi við forstöðumenn og forsvarsmenn fræðisviða og fræðigreina auk tengiliða.  Regluleg úttekt á vísindastarfinu og niðurstöður hennar er mikilvægur þáttur í að meta árangur vísindastefnu Landspítala á hverjum tíma auk þess sem yfirgripsmikil þekking á áhrifum aðgerða í þágu vísindastarfs næst.

Yfirlit 2021:

Sjá einnig yfirlit síðustu ára: 

Safn yfirlita: Yfirlitsskýrslur

Birtingasjóður var stofnaður 4. janúar 2021 af Landspítala. Stofnframlag sjóðsins var 35,3 milljónir króna. Sjóðnum er ætlað að styðja við vísindastarf starfsfólks Landspítala, með því að hvetja vísindafólk til að birta rannsóknir sínar í erlendum tímaritum með háan áhrifastuðul og verja tíma sínum í leiðandi hlutverki í metnaðarfullum rannsóknarverkefnum.

Umsækjendur þurfa að vera fyrsti eða síðasti höfundur á vísindagrein sem lýðir rannsóknaniðurstöðum verkefna sem unnin eru á Landspítala og eru merktar honum eins og fram kemur í 2. grein í reglum sjóðsins. Starfsmenn í a.m.k. 50% starfi geta sótt í sjóðinn. Ef fyrsti og síðasti höfundur birtrar greinar eru báðir starfsmenn eiga þeir báðir kost á að sækja um í sjóðinn.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að vísindagreinin hafi birst í viðurkenndu ritrýndu erlendu fagtímariti og fer upphæð styrks eftir flokki tímarita eftir áhrifastuðli tímarits. Styrkir sem veittir eru úr sjóðnum eru ekki bundnir við að greiða niður birtingarkostnað heldur ræður styrkhafinn hvernig hann nýtir styrkinn. Dagleg umsýsla sjóðsins er í höndum verkefnastjóra Vísindaráðs hjá Vísindadeild.

Birtingasjóður-yfirlit styrkúthlutunar 2021

Umsækjandi

Nafn greinar

Höfundaröð

Tímarit

Úthlutun  

Helga Elídóttir

Abnormal glucose tolerance and lung function in children with cystic fibrosis. Comparing oral glucose

tolerance test and continuous glucose monitoring

Fyrsti höfundur

Journal of Cystic Fibrosis

150.000 

Valtyr Thors

Burden of rotavirus disease in young children in Iceland – Time to vaccinate?

Síðasti höfundur

Vaccine

75.000 

 

Magnus Gottfredsson

Cascade of care during the first 36 months of the treatment as prevention for hepatitis C (TraP HepC) programme in Iceland: a population-based study

 

Síðasti höfundur

 

Lancet Gastroenterol Hepatol

 

150.000 

Valtyr Thors

Children may need higher vancomycin doses to achieve therapeutic levels

Síðasti höfundur

Acta Pædiatrica

75.000 

Ásgeir Haraldsson

Decreasing death rates and causes of death in Icelandic children - A longitudinal analysis

Síðasti höfundur

PLOS One

150.000 

Björn Rúnar Lúðvíksson

Detailed Multiplex Analysis of SARS-CoV-2 Specific Antibodies in COVID-19 Disease

Síðasti höfundur

Frontiers in immunology

150.000 

Siggeir Brynjólfsson

Detailed Multiplex Analysis of SARS-CoV-2 Specific Antibodies in COVID-19 Disease

Fyrsti höfundur

Frontiers in immunology

150.000 

 

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Higher Alkylresorcinol Concentrations, a Consequence of Whole-Grain Intake, are Inversely Associated with Gestational Diabetes Mellitus in Iceland

 

Síðasti höfundur

 

The Journal of Nutrition

 

75.000 

Hans Bjornsson

Inhibition of KDM1A activity restores adult neurogenesis and improves hippocampal memory in a mouse model of Kabuki syndrome

Síðasti höfundur

Mol Ther Methods Clin Dev .

150.000 

Hans Bjornsson

Leveraging the mendelian disorders of the epigenetic machinery to systematically map functional

epigenetic variation

Síðasti höfundur

eLIFE

150.000 

Valtyr Thors

Low Risk of Central Line–associated Bloodstream Infections in Pediatric Hematology/Oncology Patients

Síðasti höfundur

Pediatric Infectious Disease Journal

75.000 

Magnus Gottfredsson

Native joint infections in Iceland 2003-2017: an increase in postarthroscopic infections

Síðasti höfundur

Ann Rheum Dis

150.000 

 

Aron Hjalti Björnsson

Prevalence, admission rates and hypoxia due to COVID-19 in patients with rheumatic disorders treated with targeted synthetic or biologic disease modifying antirheumatic drugs or methotrexate: a nationwide study from Iceland

 

Fyrsti höfundur

 

Annals of the Rheumatic Diseases

 

150.000 

 

Björn Guðbjörnsson

Prevalence, admission rates and hypoxia due to COVID-19 in patients with rheumatic disorders treated

with targeted synthetic or biologic disease modifying antirheumatic drugs or methotrexate: a nationwide study from Iceland.

 

Síðasti höfundur

 

Annals of the Rheumatic Diseases

 

150.000 

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Vitamin D status and association with gestational diabetes mellitus in a pregnant cohort in Iceland

Síðasti höfundur

Food & Nutrition Research

75.000 

Samtals úthlutað

 

 

 

1.875.000 

 

 

Allar eldri fréttir
 
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?