Leit
Loka

Skráning nemenda á Landspítala

Umsjónarmenn / ábyrgðarmenn á Landspítala, þ.e. þeir sem samþykkja nemanda til náms eða þjálfunar á spítalanum, bera ábyrgð á því að hann sé skráður með því að fylla út eyðublað og senda vísinda-, mennta og gæðasviði.

Hverja á að skrá?

  • Alla nemendur, eða starfsmenn í námi, sem eru í námi á framhaldsskólastigi, grunnnámi á háskólastigi, diplóma-, meistara- og doktorsnámi og hvers konar klínsku og rannsókartengdu námi.
  • Alla nemendur, eða starfsmenn í námi, sem eru í námi sem fer allt fram, eða að hluta til á Landspítala, hvort sem um er að ræða félagslegt, klínískt eða rannsóknartengt nám.
  • Alla nemendur, eða starfsmenn í námi, sem nýta sér skrifstofu- eða vinnuaðstöðu á Landspítala.
  • Alla nemendur eða starfsmenn í námi, sem vinna að verkefnum sem byggja á gögnum frá Landspítala, hvort sem um er að ræða upplýsingar úr gagnagrunnum eða verkefni þar sem starfsfólk eða sjúklingar eru viðfangsefni.
  • Alla starfsmenn í sérfræðinámi, þó svo að námið sé samtvinnað starfi við Landspítala, svo sem þegar um er að ræða nám til sérfræðiréttinda.
  • Nemendur eða starfsfólk í námi, óháð náms- eða starfshlutfalli.
  • Innlenda sem erlenda nemendur eða starfsmenn í námi.

Nánari upplýsingar

Sendið póst á

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?