Leit
Loka

Leit að tímaritsgreinum getur verið tvenns konar:

 1. Að staðsetja tilteknar tímaritsgreinar,(þ.e. heiti tímarits, ártal, árgangur og heiti greinar og/eða höfunda(r) er vitað.
  Þá er best að nota tímaritalista bókasafnsins.
 2. Að finna tímaritsgreinar um ákveðið efni eða eftir ákveðna höfunda, þá eru gagnasöfnin á þessari síðu notuð:

Vísindagreinar á heilbrigðissviði

PubMed
- Aðgangur: Ókeypis.
- Vísar í efni á öllum sviðum heilbrigðisvísinda auk lífvísinda. Safnið má telja það mikilvægasta á sínu sviði. Tuttugu milljón tilvísanir. Meginuppistaða PubMed er gagnsafnið MEDLINE sem einnig er í boði frá OVID. Meira um PubMed og MEDLINE.

MEDLINE frá OVID 
- Aðgangur: Landið allt.
- Vísar í efni á öllum sviðum heilbrigðisvísinda auk lífvísinda. Safnið má telja það mikilvægasta á sínu sviði. Svipað að stærð og PubMed.

CINAHL frá EBSCO 
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- Vísar í efni á sviði hjúkrunarfræði og skyldra greina s.s. iðju- og sjúkraþjálfunar. Tvær milljón tilvísanir.

Hirsla, vísinda- og fræðsluefnissafn Landspítalans
- Aðgangur: Ókeypis.
- Vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn LSH hafa gefið út. Greinar úr Læknablaðinu, Tímariti hjúkrunarfræðinga og fleiri íslenskum tímaritum á heilbrigðissviði í fullum texta (hægt að leita eftir höfundi, efni o.fl.)

PsycINFO frá OVID  
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- Vísar í efni á sviði sálfræði, geðlæknisfræði og skyldra greina. Tæplega þrjár milljón tilvísanir.

Vísindagreinar á heilbrigðissviði - og fleiri fræðasviðum

Google Scholar
- Aðgangur: Ókeypis.

ProQuest
- Aðgangur: Landið allt.
- Um þrjátíu gagnasöfn á ýmsum efnissviðum, þar af sjö á heilbrigðissviði. Hægt er að leita í öllum söfnunum, nokkrum eða einu í einu eftir því sem best hentar. Upplýsingar um nýtt viðmót er hægt að nálgast á forsíðu ProQuest eða á hjálparsíðu.

Sciverse Scopus
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- Sciverse Scopus er gagnasafn og leitarvél sem skilar einkum niðurstöðum úr ritrýndum tímaritum og vísindalegum heimasíðum á flestum efnissviðum. Inniheldur m.a. allt efni úr MEDLINE.
- Safnið er gríðarstórt, (stærsta tilvísunarsafn sem til er) yfir fjörutíu milljón tilvísanir.

 

Web of Science
- Aðgangur: Landið allt.
- Vísar í efni á öllum helstu fræðasviðum. (Þrjú gagnasöfn: Raunvísindi, félagsvísindi og hugvísindi og listir). Býður upp á þann möguleika að skoða hverjir hafa vitnað í tilteknar greinar. Einnig er tengill í þær greinar sem vitnað er í. Meira um WoS.

 

PubMed inniheldur tilvísanir í (upplýsingar um) tímaritsgreinar, rafrænar bækur og annað efni á öllum sviðum heilbrigðisvísinda auk lífvísinda. Efnið í safninu er ítarlega skráð samkvæmt læknisfræðilega efnisorðakerfinu MESH (Medical Subject Headings) og býður upp á fjölbreytta leitarmöguleika sem endurspegla þarfir heilbrigðisstarfsfólks. Safnið má telja það mikilvægasta í lífvísindum. Safnið vísar í efni frá ýmsum þjóðlöndum, meginhlutinn er þó bandarískur og allt efnið er skráð á ensku. Safnið er ókeypis í boði US National Library of Medicine.
- Fjöldi tilvísana er um tuttugu milljónir.

Leitarumhverfið PubMed
NLM býður upp á ókeypis aðgang að MEDLINE, auk viðbótar tilvísana í tímaritsgreinar í lífvísindum, í gegnum PubMed. Einnig er hægt er að leita í MEDLINE í gegnum leitarumhverfi OVID.
MEDLINE
MEDLINE er eitt mikilvægasta bókfræðilega (bibliographic) gagnasafnið á sviði líf- og læknavísinda í heiminum í dag.
- Höfuðeinkenni MEDLINE er að tilvísunum eru gefin efnisorð úr MESH (læknisfræðilegt efnisorðakerfi).
- MEDLINE nær m.a. yfir læknisfræði, hjúkrunarfræði, tannlækningar, dýralækningar, heilbrigðiskerfið og „forklíniskar rannsóknir“ (preclinical sciences).
- Stór hluti tilvísana er bandarískur og stærsti hlutinn er á ensku. Teknar eru inn tilvísanir úr um 5.400 tímaritum frá öllum heiminum á 39 tungumálum. Í flestum tilvikum fylgir útdráttur á ensku. Stærstur hluti tilvísana er úr fræðilegum tímaritum. Alls eru tilvísanirnar um 18 milljónir og ná almennt aftur til ársins 1947. Eitthvað er um eldra efni.
- Læknablaðið er eitt þeirra tímarita sem skráð er í MEDLINE og hefur sú skráning komið íslenskum fræðimönnum að góðu gagni.
Leitarleiðbeiningar á ensku

Leit í PubMed
Bæklingur til útprentunar
Fimm örstutt myndbönd

MESH efnisorðaleit í PubMed
Bæklingur til útprentunar
Þrjú örstutt myndbönd
Tólf mínútna myndband

 

Heildartexti
- PubMed er tilvísanasafn, þ.e. það inniheldur ekki fullan texta heldur einungis upplýsingar um greinar og annað efni.
Tenglar í fullan texta í PubMed eru tvenns konar:
- PubMed tengir í síauknum mæli beint við fullan texta sem er ókeypis á Netinu.
- Bókasafn LSH setur inn tengla í fullan texta þeirra tímarita sem það kaupir. Nauðsynlegt er að vera á neti LSH eða með Lerkið til að komast í efni bókasafnsins. Flettið þó alltaf upp í tímaritalista bókasafnsins líka ef tenging í fullan texta finnst ekki þar sem þessar tengingar eru ekki óbrigðular.

 

Söfnin á þessari síðu eru hugsuð til daglegrar notkunar heilbrigðisstarfsfólks í klínísku starfi. Þau innihalda m.a:

 • upplýsingar um sjúkdómsmeðferðir
 • gagnreynt efni (EBM/N)
 • klínískar leiðbeiningar (sjá nánar sérstaka síðu um klínískar leiðbeiningar)
 • upplýsingar um lyf (sjá líka sérstaka síðu um lyfjagrunna)
 • klínískar myndir
 • sjúklingafræðslu (sjá nánar sérstakar síður um sjúklingafræðslu)

Athugið að einnig er hægt að finna klínískar upplýsingar í rafbókum safnsins.

BMJ Clinical Evidence
BMJ Best Practice
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- Clinical Evidence og Best Practice er ætlað að veita bestu fáanlegu upplýsingar um gagnsemi algengra klínískra íhlutana.

EBM Reviews (OVID)
- Aðgangur: Landið allt.
- EBM Reviews serían samanstendur af sjö gagnasöfnum sem innihalda gagnreyndar upplýsingar í læknisfræði af mismunandi tagi s.s. kerfisbundin yfirlit (Cochrane) og mikilvægar, traustar rannsóknir (ACP Journal Club).

Evidence-Based Practice Database - Joanna Briggs Institute (Ovid)
- Aðgangur:Net LSH og Lerki
- Safnið inniheldur gagnreynt efni í hjúkrunarfræði og skyldum greinum ("Evidence Based Recommended Practices, Evidence Summaries, Best Practice Information Sheets, Systematic Reviews, Consumer Information Sheets, Systematic Review Protocols, and Technical Reports.").
Þa er einnig aðgangur að sérhönnuðum tólum, EBP Tools, sem auðvelda starfsfólki að meta, taka saman og gefa út gagnreynt efni.

UpToDate
- Aðgangur: Net LSH.
- UpToDate nýtist vel til að afla nýjustu upplýsinga um tiltekið efnissvið á samþjöppuðu formi s.s. sjúkdómsgreiningu, batahorfur, meðferð, lyf o.s.frv.

“Klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar (ekki fyrirmæli) um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar.”

Heimild: Landlæknisembættið (2007). Um klíniskar leiðbeiningar. Sótt 23. september 2010 af http://www.landlaeknir.is/Pages/182

Landlæknisembættið

Landlæknisembættið er miðstöð um gerð klínískra leiðbeininga á Íslandi og eðlilegast að nota heimasíðu embættisins sem upphafspunkt til að finna klínískar leiðbeingar, jafnt innlendar sem erlendar.

Á heimasíðu embættisins er að m.a. að finna:
 • leiðbeiningar um gerð klínískra leiðbeininga
 • safn þeirra klínsku leiðbeininga sem til eru á íslensku
 • lista yfir valdar erlendar klíniskar leiðbeiningar sem embættið mælir með
 • lista yfir valdar erlendar stofnanir sem gefa út klíniskar leiðbeingar (s.s. NICE, NZGG og SIGN)
 • valin erlend gagnasöfn sem innihalda klínískar leiðbeiningar (s.s. National Guideline Clearinghouse)

Heimasíður á sviði hjúkrunar - ekki á vef Landlæknis

Klínskar leiðbeiningar á Landspítala

Gagnasöfn í áskrift Bókasafns LSH

Clinical Evidence
Clinical Evidence er safn kerfisbundinna yfirlita um algenga sjúkdóma og veitir hvert yfirlit svör við klínískum spurningum í tengslum við þá.
- Hverju yfirliti í Clinical Evidence fylgja tenglar á samsvarandi klíniskar leiðbeingar frá viðurkenndum stofnunum.

Það er einnig hægt að finna klínískar leiðbeingar í þeim söfnum sem einkum eru notuð til að finna vísindagreinar (s.s. PubMed og CINAHL) og nota við það hefðbundnar aðferðir s.s. efnisorð og takmarkanir.

MICROMEDEX
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- MICROMEDEX inniheldur ítarlegar, gagnreyndar upplýsingar um lyf, eiturefni, sjúkdóma, bráðaþjónustu og náttúrulyf.
- Einnig er aðgangur að gagnasafninu "Formulary Advisor".

Natural Medicines Comprehensive Database
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- NMCD inniheldur upplýsingar um náttúrulyf og hvað nýjustu rannsóknir á þeim hafa segja um virkni þeirra, milliverkun og mögulega skaðsemi.

Söfn sem innihalda upplýsingar um sjúkdóma og sjúkdómsmeðferðir og þar með upplýsingar um lyf:

BMJ Clinical Evidence
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- Clinical Evidence er ætlað að veita bestu fáanlegu upplýsingar um gagnsemi algengra klínískra íhlutana þar með lyfja.

UpToDate
- Aðgangur: Net LSH og Lerkið.
- UpToDate inniheldur auk upplýsinga um sjúkdómsmeðferðir aðgengilegar og fljótlesnar upplýsingar um lyf til stuðnings við klínískt starf. Býður upp á þann möguleika að leita sérstaklega að milliverkun lyfja (Lexi-Interact).

Sjá líka ýmis gjaldfrjáls gagnasöfn á gagnasafnasíðu safnsins (neðarlega á síðunni undir fyrirsögninni "Lyfjagagnagrunnar")

Það skiptir miklu máli að hafa aðgang að góðu fræðsluefni fyrir sjúklinga/almenning. Hér er tengt í vefsíður og gagnasöfn bæði á íslensku, ensku og Norðurlandamálunum ásamt fjölmörgum síðum á öðrum tungumálum s.s. pólsku, asískum málum o.fl.

Efnið sem hér fylgir er valið með hliðsjón af því að það hafi hlotið viðurkenningu faglegra samtaka heilbrigðisvísindafólks. Tvö gagnasafnanna, Natural Medicines Comprehensive Database og UpToDate, eru aðeins aðgengileg innan Landspítala. Annað efni er opið öllum.

Bæklingar sem LSH hefur gefið út
Íslenskar vefsíður
Erlendar vefsíður
Gagnasöfn

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?