Leit
Loka

Lífsýnasöfn

Söfnun og geymsla lífsýna er órjúfanlegur hluti af þjónustu rannsóknardeilda innan heilbrigðisstofnana. Öll geymsla og nýting slíkra lífsýna er háð ströngum skilyrðum opinberra aðila. Þrjú lífsýnasöfn innan Landspítala hafa fengið rekstrarleyfi.

Banner mynd fyrir  Lífsýnasöfn

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Netföng

Lífsýnasafn meinafræðideildar: bjarniaa@landspitali.is

Lífsýnasafn Landspítala á sýkla-og veirufræðideild (LLSV): llsv@landspitali.is

Lífsýnasafn Landspítala innan rannsóknarsviðs tengt blóðmeinafræði-, erfða-og sameindalæknisfræði-, klínískri lífefnafræði-og ónæmisfræðideild (LLR): llr@landspitali.is

Helstu símanúmer:

543 8066 Vigdís Pétursdóttir, ábyrgðarmaður lífsýnasafns meinafræðideildar

543 5900 Guðrún Erna Baldvinsdóttir, ábyrgðarmaður LLSV

543 5033 Ingunn Þorsteinsdóttir, ábyrgðarmaður LLR

543 5131 Auður Ýr Þorláksdóttir, öryggis- og gæðastjóri lífsýnasafna

... fyrir nýtingu þjónustusýna í vísindarannsókn. Til að afturkalla ætlað samþykki þarf lífsýnisgjafi eða forráðamaður hans að fylla út  eyðublað frá Landlæknisembætti  og senda það til embættisins. Áður en þjónustusýni er notað til vísindarannsókna er sendur listi til Landlæknisembættisins og kannað hvort einhver í rannsóknarhópnum hafi afturkallað ætlað samþykki.

Lífsýnasafn Meinafræðideildar

Sýna allt
Bjarni A. Agnarsson, prófessor, formaður
Eiríkur Jónsson, yfirlæknir
Jakob Jóhannsson, yfirlæknir
Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir
Vigdís Pétursdóttir, sérfræðilæknir (og ábyrgðarmaður)

Varastjórn

Karl Ólafsson, sérfræðilæknir
Lárus Jónasson, sérfræðilæknir
Margrét Sigurðardóttir, sérfræðilæknir
Sverrir Harðarson, sérfræðilæknir
Þórarinn Gíslason, yfirlæknir

Sérhvert frumu- og vefjasýni, sem berst meinafræðideild Landspítala er skráð og því gefið hlaupandi númer, hvort sem sýni er tekið við skurðaðgerð eða krufningu. Eftir að sýni hefur fengið númer er það orðið hluti af lífsýnasafninu. Vefjasýni eru varðveitt á hefðbundinn hátt, sem að ofan er lýst, og í vinnslu- og tölvuskrám eru varðveittar upplýsingar er sýnunum tengjast.

Notkun.
Efniviður lífsýnasafnsins er notaður við sjúkdómsgreiningar og aðra þjónustu við sjúklinga og auk þess til kennslu, gæðaeftirlits, aðferðaþróunar og vísindarannókna í samræmi við lög og reglur um lífsýnasöfn.

Notkun vegna þjónustu við sjúkling 
Sýni skal ætíð vera til reiðu til þjónustu við sjúkling án sérstaks fyrirvara. Ákvörðun um notkunina tekur viðkomandi meinafræðingur.

Notkun vegna kennslu, gæðaeftirlits og aðferðaþróunar
Ábyrgðarmaður lífsýnasafns tekur ákvörðun um notkun lífsýna vegna kennslu, gæðaeftirlits og aðferðaþróunar. Skulu sýni sem notuð eru í þessum tilgangi vera án persónuauðkenna.  

Notkun vegna vísindarannsókna 
Þeir sem hyggjast stunda vísindarannsóknir er byggja á efniviði safnsins skulu sækja til stjórnar þess um heimild til aðgangs að gögnum. Þegar afhentur er efniviður í vörslu safnsins skal ekki afhent stærra sýnishorn en nauðsynleg er vegna viðkomandi rannsóknar. Sömuleiðis er óheimilt að afhenda til vísindarannsókna ferskan eða frystan vef ef greiningar- og þjónustumöguleikar skerðast verði vefurinn afhentur.
Stjórn safnsins skal, við úthlutun sýna til vísindarannsókna, gæta þess að varðveita að jafnaði nægjanlegt magn lífsýnis fyrir síðari þjónustu við sjúkling og jafnframt hafa í huga að hluti sýna geti nýst við síðari vísindarannsóknir.
Öll vinnsla vefjasýna lífsýnasafnsins skal vera undir umsjón og á ábyrgð sérfræðinga meinafræðideildar. Ekki er heimilt að eyða vefjasýnum og skylt er að varðveita smásjárgler sem sjúkdómsgreiningar eru byggðar á. Allur efniviður sem fer til vísindarannsókna skal vera aðgengilegur sérfræðingum meinafræðideildar ef þörf krefur vegna þjónustu við sjúklinga.
Beiðni um að nota efnivið lífsýnasafnsins til vísindarannsókna skal leggja fram skriflega þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri rannsókn og þeim efnivið sem óskað er eftir úr safninu. Skilyrði fyrir afhendingu lífsýna eða annarra gagna safnsins er að afrit af leyfi Vísindasiðanefndar fyrir viðkomandi rannsókna hafi verið afhent stjórn þess.
Rannsóknaraðili skal kvitta fyrir móttöku efniviðar á þar til gert eyðublað, þar sem tekið er fram að hann hafi kynnt sér vinnureglur varðandi notkun efniviðar og skyldur notandans gagnvart meinafræðideild.
Óheimilt er að nota efniviðinn til annars en fram kemur í samþykktri rannsóknaráætlun. Sé úthlutaður efniviður ekki fullnýttur í tilgreindri rannsókn ber notanda að skila afgangi sýna til meinafræðideildar að lokinni rannsókn. Áður en niðurstöður eru birtar skal undantekningalaust afmá allar skráðar persónuupplýsingar er tengjast lífsýni nema fyrir liggi sérstök heimild er kveði á um annað.
Einstakir stjórnarmenn skulu ekki taka þátt í afgreiðslu umsókna vegna eigin vísindarannsókna.
 
Skráning
Stjórn safnsins heldur skrá yfir sýni sem látin eru af hendi til vísindarannsókna samkvæmt reglum um skráningarkerfi meinafræðideildar.

Flutningur sýna úr landi 
Heimilt er að senda lífsýni úr landi í þágu lífsýnisgjafa, vegna sjúkdómsgreininga eða gæðaeftirlits. Annar flutningur lífsýna úr landi er háður samþykki vísindasiðanefndar og með þeim skilyrðum sem hún setur.

Trúnaður
Rannsóknaraðilar eru bundnir þagnarskyldu um hvaðeina sem þeir komast að við nýtingu efniviðarins og leynt á að fara lögum samkvæmt.

Birting niðurstaðna


Greiðslur vegna aðgangs að lífsýnum til notkunar í vísindarannsókn 
Í samræmi við heimildir í lögum nr. 110/2000 mun Lífsýnasafn meinafræðideildar taka gjald fyrir lífsýni eða aðgang að lífsýnum sem nemur kostnaði við öflun, vörslu og aðgang að sýnunum.

Skýrslugerð
Stjórn safnsins heldur gerðarbók þar sem fram koma ákvarðanir um afgreiðslu umsókna vegna aðgangs að gögnum safnsins og önnur efnisatriði stjórnarfunda.

 

Leiðbeiningar til umsækjenda um afnot af lífsýnum Lífsýnasafns Rannsóknastofu í meinafræði


Í umsókn um afnot af efniviði safnsins skulu koma fram eftirfarandi atriði:


1. Heiti verkefnis.
2. Fræðilegur bakgrunnur (í stuttu máli).
3. Tilgangur verkefnis.
4. Efniviður sem sótt er um. Æskilegt er að listi yfir þau sýni sem óskað er eftir eða yfir þá einsaklinga sem óskað er eftir sýnum úr. Ef ekki fylgir listi þarf að koma fram áætlun um umfang eða áætlaðan fjölda sýna.
5. Hlutverk Rannsóknastofu í meinafræði.
6. Rannsóknaraðferðir sem beita á.
7. Ábyrgðaraðili rannsóknar, aðalumsækjandi og stofnanir þeirra.
8. Aðrir umsækjendur og aðilar að rannsókninni.
9. Meinafræðingar frá Rannsóknastofu í meinafræði.
10. Sambærileg rannsókn hérlendis. Er umsækjendum kunnugt um að sams konar rannsókn eða svipaða rannsókn sem er í gangi hérlendis? Ef svo er þá hver?
11. Upphaf rannsóknar (dagsetning).
12. Áætluð lok rannsóknar.
13. Leyfi frá vísindasiðanefnd. Æskilegt er að afrit af leyfi frá vísindasiðanefnd fylgi umsókn. Ef svo er ekki, hver er staða þeirrar umsóknar?
14. Leyfi frá Persónuvernd. Æskilegt er að afrit af leyfi frá Persónuvernd fylgi umsókn. Ef svo er ekki, hver er staða þeirrar umsóknar?
15. Fjármögnun rannsóknar. Er rannsóknin að hluta eða öllu leyti kostuð af einkaaðila/fyrirtæki með arðsemisáform í huga?
16. Reglur um notkun vefjasýna í vörslu lífsýnasafns Rannsóknastofu í meinafræði. Hafa umsækjendur lesið þessar reglur og samþykkja að hlýta þeim verði umsóknin samþykkt?

Ofangreindum liðum skal öllum svarað, helst í réttri röð með skírskotun til númera spurninganna í umsókninni.

Á umsókninni þurfa að koma fram undirskriftir umsækjenda, dagsetning umsóknar og að auki staðfesting yfirlæknis stofnunar/stofnana umsækjenda.

Ath. Sýni verða ekki afhent fyrr en tilskildum leyfum vísindasiðanefndar og Persónuverndar hefur verið framvísað.

Lífsýnasafn LLR

Sýna allt

Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir, formaður
Þórarinn Guðjónsson náttúrufræðingur
Guðmundur Sigþórsson sérfræðilæknir
Jóna Freysdóttir náttúrufræðingur
Viðar Eðvarðsson yfirlæknir

Varastjórn

Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir
Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir
Jón Þór Bergþórsson náttúrufræðingur
Margrét S Steinarsdóttir náttúrufræðingur

Ábyrgðarmaður rannsóknar sækir um afnot af lífsýnum úr lífsýnasafni LLR með því að fylla út umsóknareyðublað og sendir á netfangið LLR@landspitali.is 

Umsóknareyðublað til útfyllingar

Lífsýnasafn LLSV

Sýna allt

Arthur Löve yfirlæknir, formaður
Karl G. Kristinsson yfirlæknir
Magnús Gottfreðsson yfirlæknir

Varastjórn

Ísleifur Ólafsson yfirlæknir
Helga Erlendsdóttir lífeindafræðingur
Ólafur Guðlaugsson sérfræðilæknir

Ábyrgðarmaður rannsóknar sækir um afnot af lífsýnum úr lífsýnasafni LLSV með því að fylla út umsóknareyðublað og sendir á netfangið LLSV@landspitali.is 

Umsóknareyðublað til útfyllingar

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?