Leit
Loka
 

Fótamein

Fótamein eru meðal alvarlegustu og flóknustu langvinnu fylgikvilla sykursýki. Meðal fótameina teljast fótasár, aflaganir, skynskerðing, taugaverkir og margt fleira. Ásamt verulegum áhrifum á lífsgæði fólks er þetta algengasta ástæða aflimana sem ekki tengjast áverkum. Þessi sjúkdómaflokkur og tengd vandamál er einnig mjög kostnaðarsamur fyrir samfélagið, víða erlendis er kostnaðurinn til dæmis meiri en við algengustu krabbamein. Fólk með sykursýki á rétt á viðeigandi skimun og meðferð ef vandamál koma upp.

Á innkirtladeild Landspítala hefur skimunarkerfi verið þróað og innleitt þar sem fætur allra eru skoðaðir að minnsta kosti einu sinni á ári. Út frá þessari einföldu en gagnreyndu skoðunaraðferð er gert áhættumat sem frekari meðferð fer eftir. Einnig er starfandi þverfagleg göngudeild fótameina á Sáramiðstöð Landspítala þar sem alvarlegri vandamál eru meðhöndluð. Stefnt er að því að innleiða þetta verklag alls staðar þar sem fólk með sykursýki er í eftirliti og ætti það að tryggja viðunandi og viðeigandi þjónustu.

An exception occurred: Invalid column name 'ordernum'.
An exception occurred: Invalid column name 'ordernum'.
An exception occurred: Invalid column name 'ordernum'.

fótamein sykursjúkra - meðferð fyrir fólk með sykursýki

Smellið á myndina til að sjá hana stærri

Sjá ennig >>

 

  Fótamein sykursjúkra. Mat og meðferð sjúklinga sem þarfnast meðferðar á Landspítala.
 Tómas Þór Ágústsson (PDF)

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?