Leit
Loka

Samfélagsgeðteymi

Meginverkefni Samfélagsgeðteymisins (SGT) er að veita þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk sem glímir við alvarlega og langvinna geðrofssjúkdóma.

Banner mynd fyrir Samfélagsgeðteymi

Staðsetning: Kleppur (Göngudeild Kleppi)

Þjónustutími teymisins er: milli kl. 8.00 - 16:00 virka daga

Hægt er að ná í teymið á þeim tíma í þjónustusíma 543-4643.

Hagnýtar upplýsingar

Samfélagsgeðteymið sinnir einstaklingum sem þarfnast þverfaglegrar þriðjulínu þjónustu í samfélaginu. 

Unnið er í samvinnu við aðra fagaðila (t.d. heilsugæslu og félagsþjónustu) til að greiða leið sjúklinga og tengja við þá þjónustu sem stendur þeim til boða. Teymið samanstendur af geðlæknum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og málastjórum.

Lengd þjónustuþega í teyminu er einstaklingsmiðuð. Að meðaltali 1-3 ár, en þjónustuþörfin er metin af teyminu hverju sinni.

Sótt er um þjónustu samfélagsgeðteymis með því að senda inn beiðni á inntökuteymi geðrofsmeðferðar. Aðeins er tekið við beiðnum frá fagaðilum. Þegar beiðni hefur borist teyminu er farið yfir hana innan tveggja vikna. Þá er metið hvort einstaklingur telst í markhópi samfélagsgeðteymis. Ef svo reynist er viðkomandi kallaður í forviðtal eins fljótt og auðið er

Skoðið hér hvað þarf að vera í tilvísunninni: Innihald beiðna til inntökuteymis geðrofsmeðferðar og Samfélagsgeðteymi

Markmið

 • Veita þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk sem greinst hefur með alvarlegar geðraskanir með geðrofi og aðstandendur þeirra
 • Rjúfa félagslega einangrun, virkja stuðningsnet og hvetja skjólstæðinga til virkrar þátttöku og ábyrgðar á eigin bata
 • Draga úr þörf á innlögnum og stytta innlagnartíma með því að tryggja góðan stuðning og eftirfylgd
 • Styrkja sjálfsmynd fólks og val þeirra varðandi eigið líf og hlutverk sem eru þeim mikilvæg
 • Tryggja að skjólstæðingar fái bestu mögulegu meðferð
 • Greiða leið skjólstæðinga og tengja við þá þjónustu sem er í boði
 • Eiga viðeigandi samvinnu, veita ráðgjöf og stuðning til annarra er starfa í málaflokknum

Markhópur

 • Einstaklingar með alvarlegar geðraskanir með geðrofi í þörf fyrir þétta þverfaglega þjónustu í samfélaginu.
  Á það við um einstaklinga:
 • sem eru með aukin og versnandi einkenni, tíðar innlagnir og komur á bráðaþjónustu síðastliðna mánuði
 • sem eru óvirkir og félagslega einangraðir, brýnt er að tengja við stuðning og þjónustu sem til staðar er í samfélaginu
 • þurfa á sérhæfðri þriðjulínu þjónustu að halda
 • ljóst er að viðkomandi getur ekki nýtt sér hefðbundna göngudeildarþjónustu og viðkomandi er í mikilli þörf fyrir geðrænan stuðning

Teymið sinnir ekki þeim sem eru fyrst og fremst með: 

 •  félagslegan vanda
 • lyndisraskanir
 • fíknisjúkdóm

Hugmyndafræði

 • Meginmarkmið og gildi Landspítala: Umhyggja-fagmennska-öryggi-framþróun
 • Batahugmyndafræði 
  - Gengið er út frá því að bati sé mögulegur
  - Horft er á styrkleika og unnið markvisst að því að efla þátttöku fólks í daglegu lífi og ábyrgð þess á bataferlinu 
 • FACT (flexible assertive community treatment)
  Áhersla er á þá skjólstæðinga sem mesta þjónustu þurfa, eflingu sjálfstæðis þeirra og endurhæfingu, ótímabundna þverfaglega nálgun á heimavelli með vitjunum og aðgengi að málastjórum (case manager).

Málastjóri 

 • Samhæfir og samstillir meðferðarferlið frá fyrstu vitjun til útskriftar
 • Skipuleggur þjónustuna í samvinnu við skjólstæðing og sér til þess að samfella sé í meðferð
 • Er tengiliður sjúklings við aðra þætti í þjónustu
 • Þjónustuþörf er einstaklingsmiðuð og metin bæði af málastjóra og teymi, en skjólstæðingar teymisins þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda og sérstökum málastjóra

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?