Leit
Loka

Matsteymi Laugarássins

Matsteymi Laugarássins er sameiginlegt matsteymi fyrir Laugarásinn meðferðargeðdeild og Geðhvarfateymi LLaugarássins. Teymið er skipað geðlæknum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjafa og sálfræðingi.

Banner mynd fyrir  Matsteymi Laugarássins

Hagnýtar upplýsingar

Matsteymi Laugarássins er sameiginlegt matsteymi fyrir Laugarásinn meðferðargeðdeild og Geðhvarfateymi LLaugarássins. Teymið er skipað geðlæknum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjafa og sálfræðingi.

Hlutverk teymisins er að fara yfir allar tilvísanir sem berast og meta stöðu hvers og eins m.t.t. hvort viðkomandi uppfylli skilmerki fyrir geðrofssjúkdóm eða geðhvarfasjúkdóm 1:

  • Ef viðkomandi er með byrjandi geðrofssjúkdóm og á aldrinum 18-30 ára er honum vísað áfram í þjónustu Laugarássins meðferðargeðdeildar.
  • Ef viðkomandi er með geðhvarfasjúkdóm 1, er á aldrinum 18-50 ára og með færri en 3 sjúkdómslotur er honum vísað í þjónustu Geðhvarfateymis Laugarássins.
  • Ef viðkomandi uppfyllir ekki greiningarskilmerki, er beiðni hans í Matsteymi Laugarássins lokað og vísað aftur til tilvísunaraðila.

Hvernig kemstu í samband við Laugarásinn/Geðhvarfateymi?:

Hvaða fagaðili sem er getur sent beiðni á Laugarásinn og í Geðhvarfateymi .

Beiðnir fara í gegnum:

  1. SÖGU kerfið . Sjá leiðbeiningar um hvernig sótt er um í gegnum Sögukerf
  2. Með bréfpósti, sendist á Matsteymi Laugarássins - Laugarásvegi 71, 104 Reykjavík.

Leiðbeiningar - hvað skal koma fram á beiðni fyrir Laugarásinn og Geðhvarfateymi:

Nánari upplýsingar veitir teymisstjóri: matsteymi@landspitali.is , einnig er hægt að hafa samband við Laugarásinn meðferðargeðdeild og óska eftir teymisstjóra Matsteymis s: 543-4650

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?