Leit
Loka

Upplýsingar um málþingið lyf án skaða

Málþing um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar
sem haldið var 5. október 2023

Staðsetning: Reykjavík Natura | Berjaya Iceland Hotels, Nauthólsvegur 52, 102 Reykjavík, Iceland

Dagskrá

Þátttakan er gjaldfrjáls og boðið verður upp á léttan málsverð og kaffi.

Athugið að sætaframboð er takmarkað. Þátttakendum sem hefur verið boðið á málþingið eru hvattir til að skrá sem fyrst til að staðfesta mætingu.
Gert er ráð fyrir að þátttakendur taki þátt allan daginn. Þeir sem eingöngu geta mætt hluta úr degi eru vinsamlegast beðnir um að taka þátt í gegnum streymi. Viðburðurinn verður auk þess í beinni útsendingu á Youtube:  https://www.youtube.com/watch?v=N9jEPUGe2QI.

Málþingið er ætlað hagsmunaaðilum í íslensku heilbrigðis- og velferðarkerfi og þeim sem taka stefnumótandi ákvarðanir hér á landi. Markmið málþingsins er að opna umræðuna á mikilvægi þess að endurskoða reglulega lyfjameðferðir einstaklinga (e. deprescribing), móta sameiginlega sýn á verklag um góðar ávísunavenjur og draga úr óviðeigandi fjöllyfjameðferð.

Skráningu lýkur föstudaginn 22. september 2023.

Viðburðurinn er styrktur af heilbrigðisráðuneytinu, embætti landlæknis, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH), Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Sjúkrahúsið á Akureyrar, Lyfjastofnun, Læknafélagi Íslands (LÍ), Lyfjafræðingafélagi Íslands (LFÍ) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh).