Frestur til að sækja um rennur út á miðnætti 1.október 2025.
Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og sérfræðiþekkingu á sviðinu með því að veita fjárstyrki til:
- rannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu
- meistara- eða doktorsverkefna
- þróunarverkefna svo sem forrannsókna (pilot) og gerðar spurningalista/matskvarða fjölskyldufræða,
Skilyrði fyrir styrkveitingu:
- Umsókn er í samræmi við leiðbeiningar og reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum.
- Umsækjandi er fastráðinn starfsmaður kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.
- Með umsókn fylgja uppfærðar ferilskrá og ritalisti aðalumsækjanda.
- Tilskilin leyfi frá viðeigandi siðanefnd liggja fyrir.
Allar umbeðnar upplýsingar koma fram í umsókn og öll umbeðin gögn fylgja.
Veittir verða þrír styrkir að hámarki 1,5 milljón króna ásamt minni styrkjum. Úthlutun verður á ráðstefnunni Fjölskyldan og barnið í nóvember 2025.
Umsókn er skilað á rafrænu umsóknarformi rannsókna- og styrkumsjónakerfis Landspítala.