ATH. Frestur til að skila inn erindum er til 10.október
Ráðstefnan „Fjölskyldan og barnið“ á vegum kvenna- og barnaþjónustu Landspítala verður haldin í Grósku, 1.nóvember 2024
Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Áföll - í víðu samhengi og mun dagskrá fyrir hádegi taka mið af þessu efni.
Eftir hádegi er stefnt að því að vera með stutt erindi og ör- kynningar á veggspjöldum. Erindi og veggspjöld mega snúa að vísindum og klínískri starfsemi í kvenna- og barnaþjónustu en þurfa ekki að samræmast umfjöllunarefni ráðstefnunnar.
Dagskrá ráðstefnunnar er í mótun og verður kynnt síðar.
Um leið og við hvetjum ykkur til að taka daginn frá óskum við eftir tillögum að erindum og veggspjöldum til að kynna á ráðstefnunni.
Hægt er að senda inn stutta lýsingu eða fyrirspurn á netfangið fjolskyldanogbarnid@landspitali.is fyrir 10.október næstkomandi
Sjá nánari upplýsingar í Ítarefni hér til hliðar.