Skrifstofumaður á hjartarannsóknarstofu
Við sækjumst eftir metnaðarfullum einstaklingi til að sinna innköllunum og tímabókunum í rannsóknir á vegum hjartarannsóknarstofu. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og vera sjálfstæður í vinnubrögðum.
Um er að ræða 50-70% starf í dagvinnu og er starfið laust frá 1. apríl 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Umsjón biðlista
- Innkallanir í rannsóknir og tímabókanir á hjartarannsóknarstofu
- Þátttaka í öðrum verkefnum á hjartarannsókn eftir nánari ákvörðun stjórnanda
- Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð almenn tölvufærni
- Nám heilbrigðisritara er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta,Skrifstofumaður, Ritari, Heilbrigðisritari
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5