Lögfræðingur á skrifstofu forstjóra
Landspítali auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu forstjóra. Skrifstofan hefur miðlæga yfirsýn yfir starfsemi, rekstur og verkefni Landspítala, hefur umsjón með helstu stjórnsýsluerindum sem að spítalanum snúa, þ.m.t. samskiptum við ráðuneyti, Alþingi og aðra opinbera aðila. Þá aðstoðar skrifstofan klínísk svið spítalans við lögfræðileg álitamál og stoðsvið spítalans við mannauðsmál, samningagerð, innkaup og útboð. Undir skrifstofuna heyrir einnig innri endurskoðun, talskona sjúklinga og samskiptateymi spítalans sem hefur yfirumsjón með innri og ytri samskiptum stofnunarinnar.
Starfshlutfall er 100% og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
- Lögfræðileg greining og úrlausn stjórnsýsluerinda.
- Lögfræðileg aðstoð við stjórn, forstjóra, stjórnendur og klínískar einingar spítalans.
- Túlkun laga og stjórnvaldsfyrirmæla á málefnasviði stofnunarinnar og annarra réttarsviða sem varða starfsemi spítalans.
- Greinargerðir og umsagnir við lagafrumvörp og reglugerðir.
- Samskipti við önnur stjórnvöld um lögfræðileg álitamál.
- Þátttaka í fræðslu og störf í nefndum og vinnuhópum.
- Þátttaka í lögfræðilegri stefnumótun er lýtur að starfsemi Landspítala.
- Önnur verkefni innan skrifstofu forstjóra.
- Embættispróf eða meistarapróf í lögfræði.
- Viðtæk þekking á sviði opinberrar stjórnsýslu.
- Þekking og reynsla á sviði heilbrigðislöggjafar er æskileg.
- Þekking og reynsla á sviði persónuverndar er æskileg.
- Reynsla og þekking á samningamálum og gerð samninga er kostur.
- Reynsla af störfum útboðsréttar og innkaupa er kostur.
- Þekking á skaðabótarétti er kostur.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og geta til að sýna frumkvæði.
- Framúrskarandi samskiptahæfni.
- Gott vald á íslensku og góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti.
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá, kynningarbréf og afrit af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta: Lögfræðingur