Sérfræðilæknir óskast til starfa innan öldrunarlækninga
Tvær stöður sérfræðilækna í öldrunarlækningum við Landspítala eru lausar til umsókna frá 1. janúar 2026 eða eftir samkomulagi.
Öldrunarlækningar skiptast í bráðaöldrunarlækningar, heilabilunareiningu, almennar öldrunarlækningar og göngudeildarþjónustu.
Áhersla er lögð á virka teymisvinnu, góða þjónustu og umbætur í þágu sjúklinga. Einnig taka öldrunarlæknar þátt í menntun lækna, allt frá læknanemum til sérnámslækna.
- Vinna á legudeildum og göngudeild, ásamt vaktþjónustu við öldrunarlækningadeild Landspítala
- Vinna við samráðskvaðningar við aðrar deildir Landspítala
- Þátttaka í menntun læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna
- Vísindavinna eftir því sem tök eru á
- Íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum eða almennum lyflækningum með öldrunarlækningar sem undirsérgrein
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Faglegur metnaður
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
- Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Umsækjandi sækir skjalið hér og vistar, fyllir það út og sendir með umsókn.
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir, Læknir