Viltu vera hluti af frábæru teymi? Öflugur málastjóri óskast í geðrofs- og samfélagsgeðteymi
Háskólamenntaður einstaklingur með áhuga á þverfaglegri vinnu með fólki með geðrænar áskoranir óskast til starfa í hlutverk málastjóra í geðrofs- og samfélagsgeðteymi Landspítala. Starfið býður upp á mörg spennandi tækifæri til starfsþróunar. Staðan er laus frá 1. nóvember 2025 eða eftir samkomulagi og er starfshlutfall 80-100%. Eingöngu er um dagvinnu að ræða.
Meginverkefni teymanna er að veita fólki sem greinst hefur með alvarlega geðsjúkdóma og aðstandendum þeirra þverfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þjónustan byggir á batamiðaðri hugmyndafræði og skaðaminnkandi nálgun. Markmið meðferðarinnar er að stuðla að bata, rjúfa félagslega einangrun og auka virkni og lífsgæði í daglegu lífi. Starfsemin er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á virkt umbótastarf. Málastjórum standa til boða mikil tækifæri til vaxtar í starfi með markvissri handleiðslu og faglegum stuðningi. Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, atvinnuráðgjafar, jafningjar og málastjórar með fjölbreyttan bakgrunn.
Hlutverk málastjóra er fjölbreytt og felst meðal annars í mati á geðrænum einkennum og magi á einstaklingsbundnum þörfum. Málastjóri sinnir meðferð og eftirfylgd, þróun meðferðaráætlana og vöktun og mati á árangri þjónustunnar. Málastjóri er einnig í samskiptum við aðstandendur og heldur utan um þá meðferð og endurhæfingu sem einstaklingurinn þarf á að halda.
Góður starfsandi ríkir á deild og starfsumhverfið er fjölskylduvænt. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Eygló, deildarstjóra, ef óskað er eftir frekari upplýsingum um starfið.
- Málastjórn, þ.m.t. greining á þjónustuþörf og færni og gerð meðferðaráætlana, regluleg samskipti, hvatning, fræðsla, leiðbeiningar og heildrænn stuðningur
- Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi
- Virk þátttaka í meðferð einstaklinga og stuðningi við aðstandendur
- Virk þátttaka í framþróun, uppbyggingu þjónustunnar og umbótastarfi deildar
- Önnur fjölbreytt verkefni
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsnám á sviði heilbrigðisvísinda er kostur
- Faglegur metnaður og einlægur áhugi á að þjónusta og styðja einstaklinga með geðsjúkdóma.
- Reynsla af starfi í Geðþjónustu Landspítala eða reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Mjög góð samskiptahæfni
- Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Færni til að skipuleggja og forgangsraða verkefnum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi
- Góð tölvukunnátta
- Góð færni í íslensku og ensku, önnur tungumálakunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi eins og við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, þroskaþjálfi, málastjóri
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5